Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 484 8vo

Kvæðabók ; Ísland, 1808-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-29r)
Kvæði
Titill í handriti

Grýlukvæði síra Brynjólfs Halldórsson[ar] með ljúflingslag

Upphaf

Það er hjákátlegt ...

2 (29r-65v)
Kvæði
Titill í handriti

Grýlukvæði Björns Ólafssonar með sama lag

Upphaf

Nú er á skemmtan ...

3 (66r-89v)
Kvæði
Titill í handriti

Grýlukvæði Sigurðar Sigurðssonar er fyrrum var í Krossavík með sama lag

Upphaf

Minnilegt er það ...

4 (91r-103v)
Kvæði
Titill í handriti

Grýlukvæði kveðið af síra Jóni Guðmundssyni

Upphaf

Sögu skal ég segja ykkur ...

5 (105r-113r)
Margrétar saga
Titill í handriti

Sagan af sankti Margrétu meyju

Efnisorð
5.1 (113r)
Kvæði
Upphaf

Hér má gæta hvað sú bar ...

6 (113r-114r)
Kvæði
Titill í handriti

Eitt kvæði

Upphaf

Maður nokkur einn eg inni ...

Lagboði

Fagurt galaði fuglinn sá

7 (114v-116r)
Kvæði
Titill í handriti

Annað kvæði sem kallast vikukvæði með viðlag

Upphaf

Um fundi og mundi fram skal greina ...

Lagboði

Tigni drottin, tíma og ár

8 (116r-122v)
Kvæði
Titill í handriti

Þriðja kvæði sem kallast messudigtur

Upphaf

Eðalmaður einn var sá ...

9 (122v-124v)
Kvæði
Titill í handriti

Fjórða kvæði sem kallast morgunvísur

Upphaf

Lof sé dýrum drottni ...

10 (125r-126v)
Bæn
Titill í handriti

Bæn og þakkargjörð fyrir Kristi pínu og dauða

Upphaf

Herra Jesú Kriste, þú Ísraels huggun og traust ...

Efnisorð
11 (126v-132r)
Bæn
Titill í handriti

Ein góð bæn um Kristi pínu af síra Snorra á Húsafelli

Upphaf

Ó, þú elskulegasti frelsari minn ...

Efnisorð
12 (132v-137r)
Axarhamarskvæði
Titill í handriti

Nokkuð annars efnis. Axarhamarskvæði ort af sáluga síra Hallgrími Péturssyni

Upphaf

Vinur góður viltu skemmtan þiggja ...

13 (137r-140r)
Kvæði
Titill í handriti

Samhendur ortar af sál. síra Hallgrími Péturssyni

Upphaf

Stöngin fylgir strokki ...

14 (140v-141v)
Kvæði
Titill í handriti

Hér skrifast vísur er kallast þrenningarvísur

Upphaf

Fögrum skógi furðunær ...

15 (145r-146v)
Mannkynssaga
Titill í handriti

... Anna [sic] kapítuli hvar getið verður forfeðranna er lifðu á þeirri annarri þúsund ára öld ...

Athugasemd

Mannkynssaga eftir biblíunni

Brot

16 (147r-150r)
Barnaber
Titill í handriti

Hér skrifast Barnaber

Upphaf

Heilög þrenning himnum á ...

Athugasemd

Kvæði

17 (150r-153r)
Veronikukvæði
Titill í handriti

Hér skrifast kvæði af Veroniku skrifað annó MDCCCVIII [þ.e. 1808]

Upphaf

Kveð eg um kvinnu eina ...

18 (153v-154v)
Ekkjuró
Titill í handriti

Hér skrifast Ekkjuró

Upphaf

Hvör sem setur son guðs á ...

Athugasemd

Kvæði

19 (155r-169v)
Kvæði
Titill í handriti

Eitt kvæði sem kallas[t] dagsvinna

Upphaf

Mál er víst að vakna af dúr því dagur ...

20 (170r-170v)
Kvæði
Upphaf

Eg hefi dagsverk ákvarðað ...

Athugasemd

Án titils

21 (171r-181v)
Engilsóður
Titill í handriti

Engilsóður

Upphaf

Hlýði þeir sem hugsa um kirkjugöngu ...

Athugasemd

Titill og fyrsta lína yngra innskot, með hendi Páls stúdents Pálssonar stúdents en vantar fyrstu fimm erindin og hluta af því sjötta

Óheilt

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
iv + 182 blöð (126-145 mm x 75-88 mm) Auð blöð: á blöðum 90, 104 og 142 er pár og blöð 142v-144 eru auð
Umbrot
Griporð á stöku stað
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur

Óþekktur skrifari

Skreytingar

Bókahnútar: 65v, 116, 124v, 150r, 153r

Litskreyttir stafir á blöðum 147r, 153v, litur ljósblár

Víða skreyttir stafir

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Handritið er samsett

Titilblað á saurblaði 2r, efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents á saurblöðum 3-5

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1808-1899?]

Úr 50 binda kvæðasafni,-JS 470-519 8vo

Ferill

Úr safni Jóns Árnasonar bókavarðar. Eigendur handrits Sigurður Jóhannesson (104v), Snorri Jakobsson (142r)

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Blöð handrits voru ekki lesin saman

Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 25. apríl 2010 ; Handritaskrá, 2. b. ; Sagnanet 30. maí 2001

Viðgerðarsaga

Athugað 2001

Lýsigögn
×

Lýsigögn