Skinnbindi.
Jón Sigurðsson fékk handritið 1869 frá Þórunni Halldórsdóttur frá Hofi, en átt hefur það áður Ingileif Jónsdóttir á Hofi.
Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.