Skráningarfærsla handrits

JS 15 8vo

Sálmakver ; Ísland, 1742

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Sálmakver
Titill í handriti

Eitt nýtt sálmakver

Vensl
Athugasemd

Þ.e. sálmar síra Jóns Magnússonar í Laufási, í eftirriti eftir eintaki, er sjálfur höfundur hafði yfirlesið. 2 bindi.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
745 (138 mm x 90 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari óþekktur.

Nótur
Í handritinu er einn sálmur með nótum:
  • Sál mín skal með sinni hressu (122r)
Mynd af sálmalaginu er á vefnum Ísmús.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1742
Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 620-621.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 31. janúar 2019; Júlíus Árnason frumskráði, 11. júní 2010 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2010

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sálmakver

Lýsigögn