Skráningarfærsla handrits

JS 609 4to

Samtíningur ; Ísland, 1700-1800

Athugasemdir
Meginhluti, bls. 1-160, með hendi Jóns Ólafssonar á Grímsstöðum

Eftri hluti handritsins mun að mestu runninn frá Magnúsi sýslum. Ketilssyni, enda sumt með hans hendi þar, en allt hefir þetta nr. komið til Jóns Árnasonar úr Hrappsey (og er með hendi Þorvalds Sívertsens lítið eitt aftan til), en Páll stúdent Pálsson skeytt saman og bundið inn, eins og vandi hans var, þótt um alveg óskyld efni væri að ræða, en að réttu hefði fyrri hl. (bls. 1-160), þ.e. handrit Jóns á Grímsstöðum, átt að varðveita sér.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Ættir og slekti
2
Efnisorð
3
Fjölmóðr
Titill í handriti
4
Stutt undirvísan um Ísland, sem og um eyjar og hólma þar í nálægð
Efnisorð
5
Draumar og vitranir Hávarðs Loptssonar og síra Magnúsar Péturssonar
Efnisorð
6
Bréf, gerningar og dómar
Athugasemd

Á víð og dreif, 1382-1800, sumt af því tekið í þjóðskjalasafn

Efnisorð
7
Geographica varia Islandica
Athugasemd

sbr. registrið

Efnisorð
9
Æviágrip
Titill í handriti

Æviágrip, á víð og dreif, Sæmundar fróða, Gizurar byskups Einarssonar, Jórunnar Jónsdóttur í Snóksdal, Eggerts lögmanns Hannessonar, Brands Einarssonar í Stóra-Skógi

Athugasemd

Að öðru leyti vísast til registrs framan við með hendi Páls stúdents

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
[registur 6+] blstal 1-160, 213-55, 265-295 (200 mm x 162 mm). Það, sem í milli vantar, hefir verið afhent Þjóðskjalasafni.
Skrifarar og skrift

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland að mestu á 18. öld.
Ferill

Úr safni Jóns Árnasonar bókavarðar.

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir fór yfir skráningu, 3. ágúst 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 16. júní 2011 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2011.

Notaskrá

Höfundur: Einar Gunnar Pétursson
Titill: , Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða
Umfang: XLVI
Titill: Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Þorkelsson
Umfang: 1-6
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Afmælisrit til Steingríms J. Þorsteinssonar 2. júlí 1971, Jónar tveir Þorlákssynir
Umfang: s. 128-144

Lýsigögn