Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 337 4to

Passíusálmar ; Saurbær, Íslandi, 1659

Titilsíða

Historía pínunnar og dauðans Drottins vors Jesú Kristí, með hennar sérlegustu lærdóms-, áminningar- og huggunargreinum, ásamt bænum og þakkargjörðum. Í sálmum og söngvísum með ýmsum tónum samsett og skrifuð anno 1659. (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-46v)
Passíusálmar
Notaskrá

Handritið hefur verið útgefið sjá: Passíusálmar 1996

og Passíusálmar 1924.

1.1 (1v)
Formáli höfundar
1.2 (2r-3r)
1. sálmur
Titill í handriti

Um herrans Kristí útgang í grasgarðinn

Upphaf

Upp, upp mín sál og allt mitt geð / upp mitt hjarta og rómur með …

Lagboði

Hymnalag

Niðurlag

… veikleika holdsins sér þú best.

Athugasemd

27 erindi

1.3 (3r-4v)
2. sálmur
Titill í handriti

Um Kristí kvöl í grasgarðinum

Upphaf

Jesú gekk inn í grasgarð þann / Getsemane er nefndur hann …

Lagboði

Fadir vor sem á himnum ert

Niðurlag

… heiðra þig, minn Emanúel. Amen.

Athugasemd

20 erindi

1.4 (4v-5v)
3. sálmur
Titill í handriti

Um herrans Kristí dauðastríð í grasgarðinum

Upphaf

Enn vil ég, sál mín, upp á ný / upphaf taka á máli því …

Lagboði

Fadir vor sem á himnum ert

Niðurlag

… Það er vort frelsi ævinlegt. Amen.

Athugasemd

18 erindi

1.5 (5v-6v)
4. sálmur
Titill í handriti

Samtal Kristí við lærisveinana

Upphaf

Postula kjöri Kristur þrjá / í kvölinni sér að vera hjá …

Lagboði

Einn Guð skapari allra sá

Niðurlag

… sé hún ætíð í þinni hlíf. Amen.

Athugasemd

24 erindi

1.6 (7r-7v)
5. sálmur
Titill í handriti

Um komu Gyðinga í grasgarðinn

Upphaf

Meðan Jesús það mæla var / mannfjöldi kom í garðinn þar …

Lagboði

Heiðrum vér Guð af huga etc

Niðurlag

… Amen, ég bið, svo skyldi ske. Amen.

Athugasemd

10 erindi

1.7 (7v-8v)
6. sálmur
Titill í handriti

Um Júdas koss og Kristí fangelsi

Upphaf

Frelsarinn hvergi flýði / fjandmenn þó lægi senn …

Lagboði

Einn herra ég best ætti

Niðurlag

… Þessa bæn veittu mér. Amen.

Athugasemd

13 erindi

1.8 (8v-10r)
7. sálmur
Titill í handriti

Um vörn sankti Péturs og Malkus eyrasár

Upphaf

Lausnarans lærisveinar / þá líta atburð þann …

Lagboði

Gæsku Guðs vér prísum

Niðurlag

… Hresstu þá hjartað mitt. Amen.

Athugasemd

18 erindi

1.9 (10r-11r)
8. sálmur
Titill í handriti

Prédikun Kristí fyrir Gyðingum

Upphaf

Talaði Jesús tíma þann / til við óvini sína …

Lagboði

Sá frjáls við lögm(ál) …

Niðurlag

… mega því aldrei granda. Amen.

Athugasemd

25 erindi

1.10 (11r-12r)
9. sálmur
Titill í handriti

Um flótta lærisveinanna

Upphaf

Þá lærisveinarnir sáu þar / sinn herra gripinn höndum …

Lagboði

Jesú Kristí þig kalla ég á

Niðurlag

… ákefð hans burt að hrinda. Amen.

Athugasemd

10 erindi

1.11 (12r-13r)
10. sálmur
Titill í handriti

Um það fyrsta rannsak fyrir Kaífa

Upphaf

Til Hannas húsa herrann Krist / harðráðir Júðar leiddu fyrst …

Lagboði

Allt mitt ráð til Guðs etc

Niðurlag

… burt taktu blygðun mína. Amen.

Athugasemd

17 erindi

1.12 (13r-14r)
11. sálmur
Titill í handriti

Um afneitun Péturs

Upphaf

Guðspjallshistorían getur / gripinn þá Jesús var …

Lagboði

Dagur í austri öllum etc

Niðurlag

… leiða og styrkja mig. Amen.

Athugasemd

17 erindi

1.13 (14r-15r)
12. sálmur
Titill í handriti

Um iðrun Péturs

Upphaf

Pétur þar sat í sal / hjá sveinum inni …

Lagboði

Kom andi heilagi

Niðurlag

… svo leysist vandi. Amen.

Athugasemd

29 erindi

1.14 (15r-16r)
13. sálmur
Titill í handriti

Um falsvitni og Kaífas dóm

Upphaf

Foringjar presta fengu / falsvitni mörg tilsett …

Lagboði

Jesús Guðs son eingetinn

Niðurlag

… fríun og frelsi hér. Amen.

Athugasemd

13 erindi

1.15 (16r-17r)
14. sálmur
Titill í handriti

Um þjónanna spott við Kristum

Upphaf

Eftir þann dóm sem allra fyrst / andlegir dæmdu um herrann Krist …

Lagboði

Allfagurt ljós

Niðurlag

… hjálpi mér, Jesú, kraftur þinn. Amen.

Athugasemd

25 erindi

1.16 (17r-18r)
15. sálmur
Titill í handriti

Um ráðstefnu prestanna yfir Kristó

Upphaf

Mjög árla uppi voru / öldungar Júða senn …

Lagboði

Krists er koma fyrir höndum

Niðurlag

… hvað fyrir mig leiðstu hér. Amen.

Athugasemd

16 erindi

1.17 (18r-19r)
16. sálmur
Titill í handriti

Um Júdasar iðrun

Upphaf

Júdas í girndargráði / af Gyðingunum fyrst …

Lagboði

Af hjarta hug og munni

Niðurlag

… hjartað mitt huggi þá. Amen.

Athugasemd

15 erindi

1.18 (19r-20r)
17. sálmur
Titill í handriti

Um leirpottarans akur

Upphaf

Svo sem fyrr sagt var frá / silfurpeninga þá …

Lagboði

Faðir á himna hæð

Niðurlag

… blessun láttu mig finna. Amen.

Athugasemd

27 erindi

1.19 (20r-21r)
18. sálmur
Titill í handriti

Sú fyrsta áklögun Gyðinga fyrir Pílató

Upphaf

Árla, sem glöggt ég greina vann / með Guðs son bundinn fara …

Lagboði

Sælir eru þeim sjálfur Guð

Niðurlag

… fyrir þeim stranga dómi. Amen.

Athugasemd

11 erindi

1.20 (21r-22r)
19. sálmur
Titill í handriti

Um Kristí játning fyrir Pílató

Upphaf

Gyðingar höfðu af hatri fyrst / harðlega klagað Jesúm Krist …

Lagboði

Mitt hjarta hvar til etc

Niðurlag

… þar til, bið ég, hjálpa þú mér. Amen.

Athugasemd

21 erindi

1.21 (22r-22v)
20. sálmur
Titill í handriti

Önnur áklögun Gyðinga fyrir Pílató

Upphaf

Pílatus hafði prófað nú / píslarsök Jesú gefna …

Lagboði

Óvinnanleg borg

Niðurlag

… líða með ljúfu geði. Amen.

Athugasemd

8 erindi

1.22 (22v-24r)
21. sálmur
Titill í handriti

Um Heródis forvitni og hvíta klæðið

Upphaf

Þegar Heródes herrann sá / hann varð mjög glaður næsta …

Lagboði

Jesú Kriste þig kalla ég á

Niðurlag

… í hreinum kærleik að standa. Amen.

Athugasemd

13 erindi

1.23 (24r-25r)
22. sálmur
Titill í handriti

Um krossfestingarhróp yfir Kristó

Upphaf

Frá Heróde þá Kristur kom / kallar Pílatus snjöllum róm …

Lagboði

Faðir vor sem á himnum ert

Niðurlag

… önd mín glaðvær í hverjum stað. Amen.

Athugasemd

17 erindi

1.24 (25r-24v)
23. sálmur
Titill í handriti

Um Kristí húðstrýkingu

Upphaf

Pílatus herrann hæsta / húðstrýkja lætur þar …

Lagboði

Oss lát þinn anda styrkja

Niðurlag

… ljúfasti Jesú minn. Amen.

Athugasemd

13 erindi

1.25 (25v-26v)
24. sálmur
Titill í handriti

Um purpuraklæðið og þyrnikórónuna

Upphaf

Illvirkjar Jesúm eftir það / inn í þinghúsið leiddu …

Lagboði

Til þín heilagi herra Guð

Niðurlag

… Lát mér þína liðsemd vísa. Amen.

Athugasemd

12 erindi

1.26 (26v-27r)
25. sálmur
Titill í handriti

Um útleiðslu Kristí úr þinghúsinu

Upphaf

Landsdómarinn þá leiddi / lausnarann út með sér …

Lagboði

Konung Davíð sem kenndi

Niðurlag

… heiður í hvert eitt sinn. Amen.

Athugasemd

14 erindi

1.27 (27v-28r)
26. sálmur
Titill í handriti

Samtal Pílatí við Kristum

Upphaf

Hér þá um Guðs son heyrði / heiðinn landsdómari …

Lagboði

Hæðsti Guð herra mildi

Niðurlag

… Amen, þess óskum vér. Amen.

Athugasemd

10 erindi

1.28 (28r-28v)
27. sálmur
Titill í handriti

Pilatí samtal við Gyðinga á dómstólum

Upphaf

Pílatus heyrði hótað var / honum keisarans reiði þar …

Lagboði

Skaparinn stjarna herra etc

Niðurlag

… himneskum nái dýrðarfrið. Amen.

Athugasemd

15 erindi

1.29 (29r-29v)
28. sálmur
Titill í handriti

Um Pilatí rangan dóm

Upphaf

Pílatus sá að sönnu þar / sín ráð máttu ei gilda par …

Lagboði

Nú bið ég Guð þú náðir mig

Niðurlag

… frelsi það börnin vor og oss. Amen.

Athugasemd

10 erindi

1.30 (29v-30r)
29. sálmur
Titill í handriti

Um Barrabas frelsi

Upphaf

Seldi Pílatus saklausan / son Guðs til krossins dauða …

Lagboði

Eins og sitt barn. faðir etc

Niðurlag

… heiðri, lofi, tilbiðji. Amen.

Athugasemd

17 erindi

1.31 (30r-31r)
30. sálmur
Titill í handriti

Um Kristí krossburð

Upphaf

Stríðsmenn Krist úr kápunni færðu / og klæddu hann sínum búning í …

Lagboði

Tunga mín af hjarta hljóði

Niðurlag

… líka þeirra nafn sem mitt. Amen.

Athugasemd

14 erindi

1.32 (31r-32r)
31. sálmur
Titill í handriti

Prédikun Kristí fyrir kvinnunum

Upphaf

Fólkið sem drottni fylgdi út / fylltist margt angri hörðu …

Lagboði

Sá frjáls við lögmál

Niðurlag

… illsku né synda minna. Amen.

Athugasemd

18 erindi

1.33 (32r-32v)
32. sálmur
Titill í handriti

Um það visnaða og græna tréð

Upphaf

Greinir Jesús um græna tréð / getur hins visna einnig með …

Lagboði

Nú látum oss líkamann grafa

Niðurlag

… himneskur náðarvökvi þinn. Amen.

Athugasemd

22 erindi

1.34 (32v-33v)
33. sálmur
Titill í handriti

Um Kristí krossfesting

Upphaf

Kom loks með krossins byrði / Kristur í Hausastað …

Lagboði

Konung Davíð sem kenndi

Niðurlag

… og heilags anda. Amen.

Athugasemd

13 erindi

1.35 (33v-34r)
34. sálmur
Titill í handriti

Það fyrsta orð Kristí á krossinum

Upphaf

Þegar kvalarar krossinn á / keyra vorn herra gjörðu …

Lagboði

Ef Guð er oss ei sjálfur hjá

Viðlag

Lifandi Guð þú lít þar á

Niðurlag

… Vægðu mér því hans vegna. Amen.

Athugasemd

11 erindi

1.36 (34r-35r)
35. sálmur
Titill í handriti

Um yfirskriftina yfir krossinum

Upphaf

Útskrift Pílatus eina lét / yfir krossinum standa …

Lagboði

Náttúran öll og eðli manns

Niðurlag

… óhætt er sálu minni. Amen.

Athugasemd

10 erindi

1.37 (35r-35v)
36. sálmur
Titill í handriti

Um skiptin á klæðum Kristí

Upphaf

Stríðsmenn þá höfðu krossfest Krist / klæðnað hans tóku snart …

Lagboði

Hvað mundi vera hjartað mitt

Niðurlag

… drjúpi á sálu mín. Amen.

Athugasemd

10 erindi

1.38 (35v-36v)
37. sálmur
Titill í handriti

Annað orð Kristí á krossinum

Upphaf

Uppreistum krossi herrans hjá / hans móðir standa náði …

Lagboði

Ef Guð er oss ei sjálfur hjá

Niðurlag

… svo kvíði ég síst við dauða. Amen.

Athugasemd

14 erindi

1.39 (36v-37r)
38. sálmur
Titill í handriti

Um háðung og brigsl sem Kristur leið á krossinum

Upphaf

Þeir sem að Kristí krossi senn / komu og fram hjá gengu …

Lagboði

Jesús sem að oss frelsaði

Niðurlag

… amen af hjarta segi. Amen.

Athugasemd

13 erindi

1.40 (37r-38r)
39. sálmur
Titill í handriti

Um ræningjans iðrun

Upphaf

Annar ræninginn ræddi / sem refsað í það sinn var …

Lagboði

Einn herra ég best ætti

Niðurlag

… og drag mig kvölum frá. Amen.

Athugasemd

12 erindi

1.41 (38r-38v)
40. sálmur
Titill í handriti

Þriðja orð Kristí á krossinum

Upphaf

Upp á ræningjans orð og bón / ansaði Guðs hinn kæri son …

Lagboði

Skaparinn stjarna herra hreinn

Niðurlag

… með sjálfum þér í Paradís. Amen.

Athugasemd

18 erindi

1.42 (38v-39r)
41. sálmur
Titill í handriti

Það fjórða orð Kristí á krossinum

Upphaf

Um land gjörvallt varð yfrið myrkt / allt nær frá sjöttu stundu …

Lagboði

Af djúpri hryggð etc.

Niðurlag

… Leið sál til ljóssins mína. Amen.

Athugasemd

10 erindi

1.43 (39r-40r)
42. sálmur
Titill í handriti

Það fimmta orð Kristí á krossinum

Upphaf

Í sárri neyð sem Jesús leið / sagði hann glöggt: Mig þyrstir…

Lagboði

Eins og sitt barn etc.

Niðurlag

… frá eilífum kvalarþorsta. Amen.

Athugasemd

16 erindi

1.44 (40r-40v)
43. sálmur
Titill í handriti

Það sjötta orð Kristí á krossinum

Upphaf

Eftir að þetta allt var skeð / edikið Jesús smakka réð …

Lagboði

Allfagurt ljós

Niðurlag

… forlíkað hefur brotin mín. Amen.

Athugasemd

18 erindi

1.45 (40v-41v)
44. sálmur
Titill í handriti

Það sjöunda orðið Kristí

Upphaf

Hrópaði Jesús hátt í stað / holdsmegn og kraftur dvínar …

Lagboði

Herra Guð í himnaríki

Niðurlag

… þá sofna ég burt úr heimi. Amen.

Athugasemd

22 erindi

1.46 (41v-42r)
45. sálmur
Titill í handriti

Um Jesú dauða

Upphaf

Þá frelsarinn í föðurins hönd / fól nú blessaður sína önd …

Lagboði

Faðir vor sem á himnum ert

Niðurlag

… hönd þín sálunni taki við. Amen.

Athugasemd

15 erindi

1.47 (42v-43r)
46. sálmur
Titill í handriti

Um teiknin sem urðu við Kristí dauða

Upphaf

Þegar Kristur á krossins tré / kannaði dauðann stríða …

Lagboði

Þá linnir hér mín líkams vist

Niðurlag

… að svo frá illu vendi. Amen.

Athugasemd

13 erindi

1.48 (43r-44r)
47. sálmur
Titill í handriti

Um Kristí kunningja sem stóðu langt frá

Upphaf

Kunningjar Kristí þá / krossinum langt í frá …

Lagboði

Ó Jesú elsku hreinn

Niðurlag

… vernd og skjól þar ég finn. Amen.

Athugasemd

23 erindi

1.50 (44r-45r)
48. sálmur
Titill í handriti

Um Jesú síðusár

Upphaf

Að kveldi Júðar frá ég færi / til fundar greitt við Pílatum …

Lagboði

Tunga mín af hjarta hljóði

Niðurlag

… þér sé gæskan eilífleg. Amen.

Athugasemd

19 erindi

1.51 (45r-45v)
49. sálmur
Titill í handriti

Um Kristí greftran

Upphaf

Jósef af Arimathíá / eðalborinn ráðsherra sá …

Lagboði

Líksöngs lag

Niðurlag

… gefðu, sælasti Jesú, mér. Amen.

Athugasemd

22 erindi

1.52 (46r-46v)
50. sálmur.
Titill í handriti

Um varðhaldsmennina

Upphaf

Öldungar Júða annars dags / inn til Pílatum gengu strax …

Niðurlag

… Amen, amen, um eilíf ár. Amen.

Athugasemd

Á blaði 46v stendur: Lofaður sé Guð og blessað sé hans heilaga nafn að eilífu. Amen. Amen. 1661 in januario. Deo mihi amico sat felix. Þessi orð vildi Finnur Jónsson meina að Hallgrímur hefði ekki skrifað en sú ályktun hefur síðar verið dregin í efa.

18 erindi.

2 (47r-47v)
Kvæði
Titill í handriti

Um dauðans óvissa tíma

Upphaf

Allt eins og blómstrið eina / upp vex á sléttri grund …

Lagboði

Dagur í austri öllu

Niðurlag

… Kom þú sæll, þá þú vilt. Amen.

Athugasemd

13 erindi

Efnisorð
3 (47v-48v)
Kvæði
Titill í handriti

Um fallvalt heimsins lán

Upphaf

Allt heimsins glysið, fordild fríð / fergurðarprjál og skraut …

Lagboði

Hvað mundi vera hjarta

Niðurlag

… þjóðbrautin lífsins hál.

Athugasemd

12 erindi

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
48 blöð (184 mm x 145 mm). Auð blöð: 49-52.
Kveraskipan

12 kver.

  • Kver I: blöð 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: blöð. 5-8, 2 tvinn.
  • Kver III: blöð. 9-12,2 tvinn.
  • Kver IV: blöð. 13-16, 2 tvinn.
  • Kver V: blöð. 17-20, 2 tvinn.
  • Kver VI: blöð. 21-24, 2 tvinn.
  • Kver VII: blöð. 25-28, 2 tvinn.
  • Kver VIII: blöð. 29-32, 2 tvinn.
  • Kver IX: blöð. 33-36, 2 tvinn.
  • Kver X: blöð. 37-40, 2 tvinn.
  • Kver XI: blöð. 41-44, 2 tvinn.
  • Kver XII: blöð. 45-48, 2 tvinn.

Umbrot
Eindálka. Leturflötur er 136-151 mm x 115-130 mm.

Línufjöldi er 17-30.

Griporð.
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Hallgrimur Pétursson, fljótaskrift og settletur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Á blaði 48v hefur Hálfdán Einarsson skrifað: Þetta eiginn handar rit sáluga séra Hallgríms hef ég undirskrifaður eignast frá Jóni Bjarnasyni í Ynnri Hjarðardal i Dýrafirdi. Hólum dato 28 áugust 1773. Hálfdan Einarsson.
  • Á blöðum 5r, 9r, 13r, 17r, 21r, 25r, 29r, 33r, 37r, 41r og 45r eru arkarmerki, stórir bókstafir með latínuletri.
  • Yngri pennariss eru á blöðum: 13r og 18r.
Band

Handritið var í bandi frá 19. öld, svokallað hálfband með skinn á kili en pappír á spjöldum.

Skorið til fyrir band á þeim tíma.

Snið voru blálituð.

Uppruni og ferill

Uppruni
Saurbær, Íslandi 1659.
Ferill

Hallgrímur Pétursson gaf Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti handritið 1661. Tileinkunarorð Hallgríms til Ragnheiðar hafa ekki varðveist með handritinu en afrit af þeim er að finna í JS 272 4to í eftirriti Hálfdáns Einarssonar og eru eftirfarandi: Ærusamri, guðhræddri og velsiðugri jómfrú Ragnheiði Brynjólfsdóttur að Skálholti, sendir þetta sálmakver til eins góðs kynningarmerkis í Kristi kærleika Hallgrímur Pétursson prestur Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Anno 1661 í maí. Mikill er munur heims og himins sá má heimi neita, sem himins vill leita.

Eigendur handritisins eftir Ragnheiði voru: Brynjólfur Sveinsson; Sigríður Halldórsdóttir Gaulverjabæ; Jón Torfason Breiðabólsstað; Björn Jónsson; Jón Björnsson Innri-Hjarðardal; Hálfdan Einarsson, Hólum; Ragnheiður Ólafsdóttir Leirá og Jón Jóhannesson Leirárgörðum.

Jón Sigurðsson fékk síðan handritið að gjöf frá Jóni Guðmundssyni ritstjóra 19. mars 1856.

Um feril handritsins sjá Páll Eggert Ólason: Ferill Passíusálmahandrits síra Hallgríms Péturssonar 1927.

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir bætti við skráningu 14. janúar 2015 ; Sigríður Hjördís Jörundsdóttir skráði 1. -2. nóvember 2011. ; Örn Hrafnkelsson frumskráði fyrir myndatöku, 7. september 2010 ; Handritaskrá, 2. b.
Viðgerðarsaga

Tekið úr bandi og viðgert á haustdögum 1995.

Handritið er í öskju sem gerð var fyrir það 1995.

Athugað fyrir myndatöku 27. október 2010.

Myndað í nóvember 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í nóvember 2010.

Notaskrá

Höfundur: Hallgrímur Pétursson
Titill: Sálmar og kvæði
Umfang: I-II
Höfundur: Hallgrímur Pétursson
Titill: Fimmtíu Passíusálmar
Höfundur: Hallgrímur Pétursson
Titill: Passíusálmar
Höfundur: Páll Eggert Ólafsson
Titill: Skírnir, Ferill Passíusálmahandrits síra Hallgríms Péturssonar
Umfang: 101

Lýsigögn