Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 305 4to

Samtíningur ; Ísland, 1856

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (3r-24r)
Sagan af Tyrkjaráninu árið 1627
Notaskrá

Tyrkjaránið, bls. 91, 316.

Efnisorð
2 (24v-33r)
Spánverjavígin 1615
Titill í handriti

Sönn frásaga af óeirðum, ránum og manndrápum á Íslandi 1615

Efnisorð
3 (24v-39r)
Rán Breta á 15. öld
Titill í handriti

Þriðja frásaga um óeirðir, rán og manndráp á Íslandi

Efnisorð
4 (39v-45r)
Rán í Bæ á Rauðasandi 1579
Titill í handriti

Fjórða ránssaga á Íslandi

Efnisorð
5 (45v-60v)
Af Jörgensen og framferðum hans
Titill í handriti

Fjórða rán og óspektir á Íslandi þó án manndrápa

Efnisorð
6 (61r-88v)
Um Grundar-bardaga, Jón Gerreksson, Diðrik af Mynden, aftöku Jóns byskups Arasonar o.fl.
Titill í handriti

Sjötta ófriðarsaga á Íslandi

Efnisorð
7 (89r-129v)
Dæmisögur
Titill í handriti

Nokkrar dæmasögur uppá óvænta hjálp úr lífshættum

Efnisorð
8 (130r-361v)
Annáll 1800-1851
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 361 + i blað (206 mm x 165 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 172-176 mm x 133-136 mm.
  • Línufjöldi er 23-27.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Árni Pálsson

Band

Band frá 1856 (220 mm x 170 mm x 45 mm).

Tréspjöld klædd áprentuðum pappa.

Slitið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1856.
Ferill

Jón Sigurðsson fékk hdr. 1871 frá Jóni kaupmanni Guðmundssyni í Flatey.

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir bætti við skráningu 13. -20. mars 2012 ; Bragi Þorgrímur Ólafsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 4. nóvember 2009 ; Handritaskrá, 2. b.
Viðgerðarsaga
Athugað fyrir myndatöku 22. janúar 2010. Skoðað 2004: C – Handrit þarf að umgangast með varfærni – afar viðkvæmt blek. Myndað í febrúar 2010.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn