Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 111 4to

Skjalaskrá II ; Danmörk, 1835-1860

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-127v)
Regesta. Skjalaskrá II. Skjalasafn leyndarráðsins 1514-1660
Ábyrgð

Safnari : Jón Sigurðsson

Athugasemd

Konungsbréf, kansellí-, rentukammers-, skólastjórnarráðs- og stjórnarráðsbréf, er Ísland varða á árunum 1280-1848. Flest eftir skjalabókum í ríkisskjalasafni Dana

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 127 + viii blöð (214 mm x 172 mm). Auð blöð: Allar versó síður auðar á blöðum 1r-114v auk 127.
Tölusetning blaða
Seinni tíma blaðsíðumerking 1-151 (1r-127v).
Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 14-205 mm x 129-133 mm

Leturflötur er afmarkaður með broti á blaði.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur; Skrifarar:

Jón Sigurðsson, snarhönd.

Óþekktur skrifari, seinni tíma skrift, hugsanlega Þorkell Jóhannesson?

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar allvíða með hendi Jóns Sigurðssonar.
  • Spássíugreinar með seinni tíma hendi, líklega Þorkels Jóhannessonar . Einnig hefur verið skrifað í sjálft handritið með sömu hendi.

Band

Skinn á kili og hornum, kjölur þrykktur með gyllingu.

Fylgigögn

  • Handskrifaður seðill um lán handrits til Det Kongelige Bibliotek.
  • Lánaseðill frá Det Kongelige Bibliotek.

Uppruni og ferill

Uppruni
Danmörk, Kaupmannahöfn ca. 1835-1860.
Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir frumskráði, 19. júlí 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Viðgerðarsaga
Handrit lánað til Det Kongelige Bibliotek á haustmánuðum 1935 þar sem Þorkell Jóhannesson fékk það að láni. Auk þess lánað yfir á Rigsarkivet frá Det Kongelige Bibliotek.
Lýsigögn
×

Lýsigögn