Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 28 fol.

Sögubók ; Ísland, 1660

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-174v)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Eigli Skallagrímssyni

2 (179r-204r)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Hér byrjar Búa sögu

3 (205r-211r)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

Þáttur Jökuls Búasonar ins frækna

4 (215r-306v)
Vatnsdæla saga
Titill í handriti

Þessi saga kallast Vatnsdæla

5 (309r-327v)
Hálfdanar saga Brönufóstra
Titill í handriti

Saga Hálfdanar Brönufóstra

6 (329r-336v)
Hróa þáttur heimska
Titill í handriti

Sagan af Slysa-Hróa

7 (337r-344r)
Gullkársljóð
Titill í handriti

Gullkárs ljóð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Vatnsmerki.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1 // Ekkert mótmerki (saurblað 2).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 2 // Ekkert mótmerki (3, 4, 9-13, 212).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð 2 // Ekkert mótmerki (á víð og dreif á blöðum 17-342).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Dárahöfuð 3 // Ekkert mótmerki (210).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Dárahöfuð 4 // Mótmerki: Fangamark DID? (á víð og dreif á blöðum 215-294).

Blaðfjöldi
iii + 345 + ii blöð (304 mm x 200 mm). Auð blöð: 176r-179v, 205v, 212v-215v, 308r-309v, 329 og 345v.
Umbrot
Griporð á stöku stað.

Upphafsstafi sagna vantar sem og upphafsstafi kafla á blöðum 216r-307v, en skilið er eftir autt pláss fyrir þá.

Ástand

Stöku blað laust úr kili, blöð 338-345 laus úr kili og varðveitt í sér umbúðum.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Jón Erlendsson í Villingaholti.

Band

Band frá því um 1660 ( 323 mm x 208 mm x 80 mm).

Skinnband með tréspjöldum, þrykkt og kjölur upphleyptur. Spennur hafa verið á handriti en aðra vantar sem og móthak. Horn málmslegin.

Spjaldblöð eru úr prentuðu riti, texti á dönsku og latínu.

Fylgigögn

Sendibréf sem dagsett er 4. apríl 1853, frá Valgerði Guðmundsdóttur til Kristínar Skúladóttur fannst í bandinu.

Laus seðill milli blaða 71 og 72. Yngri útdráttur.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland um 1660.
Ferill

Á fremra saurblað 3r stendur: Virdulegur Herra Biskupenn Monsiör Brynjolfur Sveins son ad Skalholte, minn dygdarikur og elskulegur velgørda og ætt-broder, gaf mer þessa søgubók, enn eg gef hana nu dóttur minne Jarþrúde Hakonar dottur til eignar. Skrifad af Brædratungu 31. janúar 1675. Helga Magnus dottir eigin hendi

M[agnús] Ketilsson eignaðist handritið árið 1803 (sjá fremra saurblað 1r).

Síðan áttu Skúli Magnússon, Jón Eggertsson og Bogi Thorarensen þetta handrit.

Aðföng

Jón Sigurðsson hefur fengið handritið frá niðjum Magnúsar Ketilssonar, en með handritinu liggur sendibréf til Kristínar Skúladóttur í Fagradal ytra frá Valgerði Guðmundsdóttur í Tjaldanesi (1853).

Jón Sigurðsson fékk þetta handrit frá Boga Thorarensen. Samkvæmt lista sem fylgir sendibréfi sem Bogi sendi Jóni Sigurðssyni 7. apríl 1864 (sjá: JS 142 a fol) átti Magnús Ketilsson þetta handrit. Bogi fékk það í hendur frá Jóni Eggertssyni í Ytri-Fagradal sem hafði erft það eftir Skúla Magnússon, tengdaföður sinn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Jón Kristinn Einarsson bætti við skráningu 28. september 2018 ;Sigríður Hjördís Jörundsdóttir bætti við upplýsingum varðandi eigendasögu, 28. febrúar 2011 og 29. ágúst 2012; Örn Hrafnkelsson lagaði skráningu fyrir myndvinnslu, 15. desember 2009 ; Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 8. júlí 2009 ; Handritaskrá, 2. b. ; Sagnanet 25. febrúar 1998.
Viðgerðarsaga

Athugað 1998.

Lýsigögn
×

Lýsigögn