„Þetta er prologus fyri bók þessi [með hendi Finns Magnússonar]“
Uppskrift eftir Sturlubók (AM 107 fol) með orðamun með hendi Finns Magnússonar eftir öðrum handritum.
Pappír.
Vatnsmerki.
Gömul blaðsíðumerking 1-167 (1r-93r), innskotsblöð undanskilin.
Innskotsblöð með hendi Jóns Sigurðssonar 9-10, 29-31.
Blað 32 er autt innskotsblað.
Skinn á kili og hornum. Kjölur þrykktur með gyllingu, efnisinnihald þrykkt á kjöl.
Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.
Athugað fyrir myndatöku 29. október 2010. Laus blöð.
Myndað í nóvember 2010.
Athugað 1998.
Myndað fyrir handritavef í nóvember 2010.