Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Icelandic MS 2

Jónsbók ; Ísland, 1665

Titilsíða

Íslensk lögbók hvörja saman hefur skrifað og útgefið Magnús kóngur son Hákonar kóngs Hvör að til heyrir ærlegum vísum og velöktuðum höfðingsmanni Matthías Guðmu[n]dssyni Skrifuð af Guðmundi Jónssyni á Fróðá um veturinn anno 1665

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Jónsbók
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
i + 78 + i blöð (300 mm x 190 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíður eru tölusettar af ritara 1-147, en hlaupið yfir blaðsíðu milli 103 og 104, 110 og 111 , og 121 skrifað tvisvar. Fjórar síðustu blaðsíðurnar eru ótölumerktar.

Umbrot

Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Guðmundur Jónsson

Skreytingar

Titilblað er skreytt í rauðum og bláum lit.

Fyrirsagnir skrifaðar með rauðu bleki og kaflatölur og stöku stórir stafir í texta skrifað eða skreytt með rauðum lit.

Upphafsstafir eru dregnir með rauðu, grænu og bláu skrayti, mjög stórir á bls. 2, 9, 11, 15, 17, 37, 41, 53, 62, 68, 104, 112, 125 og 139.

Band

Bundið í pappaspjöld klædd brúnu alskinni; kjölur nýlegur.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1665.
Ferill

Bókin var skrifuð fyrir Matthías Guðmundsson sýslumann og var í eigu hans.

John Rylands bókasafnið keypti handritasafn jarlsins af Crawford 1901, þar á meðal handritin sem hafa safnmörkin Icelandic MS 1-4.

Handritið er í eigu John Rylands bókasafnsins í Manchester.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 26. nóvember 2024. Byggt á skráningu Ólafs Halldórssonar, sjá Skrá yfir íslenzk handrit í Cambridge, London, Manchester, Leeds og Dublin.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu
Handritið var myndað í Manchester 2024 og afrit af myndum afhent Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni til birtingar á handritavef safnsins.
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Jónsbók

Lýsigögn