Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 4 fol.

Ættfræðibók ; Ísland, 1840-1848

Titilsíða

Biskups doktors Hannesar Finnssonar. Prófasta og sóknarprestatal í Skálholtsstifti frá því um siðaskiptatímann og til ársins 1790 aukið og framhaldið af hr. Daða Níelssyni (fróða) það ýtrast hann kunni. (1r) Prófasta og sóknarprestatal í SkálholtsHólastifti. Frá því um siðaskiptatímann, og til ársloka 1848. Í fyrstu samantekið og skrásett af Daða Níelssyni (fróða) öndverðlega árs 1842, en síðan aukið eftir kingumstæðum. (41r) Lítil og víða skammtæk hungurvaka sem inniheldur uppteiknan yfir það fáa höfundur hennar gat samantínt um prófasta og sóknarpresta Skálholtsstiftis, frá því um siðaskiptatímann til enda árs 1840. (68r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-40v)
Prófasta- og sóknarprestatal í Skálholtssifti
Titill í handriti

Biskups doktors Hannesar Finnssonar. Prófasta og sóknarprestatal í Skálholtsstifti frá því um siðaskiptatímann og til ársins 1790, aukið og framhaldið af hr. Daða Níelssyni (fróða) það ýtrast hann kunni.

Vensl

Hannes Finnsson birti í 11. árgangi í Riti þess konunglega lærdómslitafélags greinina: Prófasta og Sóknarpresta-Tal í Skálhollts-Stipti sídan um Sidaskipta-Tímann

Athugasemd

Á blaði 1r er útskýring á táknum sem eru notuð í textanum.

2 (41r-60r)
Prófasta- og sóknarprestatal í Hólastifti
Titill í handriti

Prófasta og sóknarprestatal í SkálholtsHólastifti. Frá því um siðaskiptatímann, og til ársloka 1848.

Skrifaraklausa

Samanlesið við frumritið í skrifarans nærveru. Með honum sjálfum á hans heimili og af okkur báðum lagað það besta kostur var á, í janúar mánuði 1849. Daði. Níelsson Með. Eigin. Hendi. (60v)

3 (61r-66v)
Formáli
Titill í handriti

Fyrirmáli

Skrifaraklausa

Hólum í Hjaltadal þann 17da janúarii 1849. Daði Níelsson. (66v)

4 (68r-510v)
Prófasta- og sóknarprestar í Skálholtsstifti
Titill í handriti

Lítil og víða skammtæk hungurvaka sem inniheldur uppteiknan yfir það fáa höfundur hennar gat samantínt um prófasta og sóknarpresta Skálholtsstiftis, frá því um siðaskiptatímann til enda árs 1840.

Skrifaraklausa

Bók þessa hefur rithöfundurinn yfirlesið allt til bls. 429 og lagfært öll þau feil sem fundust eftir því sem hann gat best við komið, samt víða nokkru merkilegu viðaukið. Að þetta sé rétt vitnar með eigin hendi staddur að Mælifelli þann 16da júní 1844. Daði. Nielsson grái. (68v)

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

(Fjórar tegundir:

 • I. Blöð 1-40, 49-67, 417-422, 425-434.
 • II. Blöð 41-48, 68-264, 341-350.
 • III. Blöð 265-316, 317-340, 351-416, 423-424, 435-462.
 • IV. Blöð 463-527.)

Blaðfjöldi
i + 528 + blöð, þar með talið blað merkt 241bis (330 mm x 200 mm). Auð blöð: 67, 241, 272v, og 511-527.
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking:

 • 1-78 (2r-40r)
 • 1-53 (69r-95r)
 • 56-157 (95v-146r)
 • 148-336 (146v-240v)
 • 239-399 (242r-272r)
 • 401-876 (273r-510v)

Tíunda hvert blað var merkt fyrir myndatöku.

Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er breytilegur, allt eftir því hver skrifar 260-270 mm x 140-150 mm.

Línufjöldi er einnig breytilegur, allt eftir því hver skrifar, u.þ.b. 37-40.

Ástand

Rifið ofan af blaði 32.

Blað 264 er laust.

Handritið er farið í sundur á milli blaða 395 og 396.

Skrifarar og skrift
Þrjár hendur ; Skrifarar:

I. Einar Bjarnason.

II. Daði Níelsson: (287r-299v).

II. Sigfús Gíslason í Húsey: (299v-511r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á fremra saurblaði 1v er efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents.

Band

Skinnband með spennu.

Fylgigögn
Með þessu handriti liggja fimm lausir seðlar:
 • Á milli blaða 75 og 75 lá: Registur prestakalla í Skálholtssifti eftir bók Daða Níelssonar og blaðsíðutal (1r-6v) með hendi Einars Bjarnasonar.
 • Á milli blaða 32 og 33 lá miði með hendi Daða Níelssonar.
 • Á milli blaða 167 og 168 lágu tveir miðar.
 • Á milli blaða 406 og 407 lá einn miði.
 • Á milli blaða 420 og 421 lá einn miði.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, Mælifelli 1840-1848
Ferill

Eigendur handrits: Þessi bók er mér gefin af föður mínum Einari Bjarnasyni, að Mælifelli hinn. 25. júní 1851. Guðmundur Einarsson (fremra saurblað 1r).

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.

Áður ÍBR. A. 40.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Örn Hrafnkelsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 19. október 2009 ; Handritaskrá, 3. b.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi , target="https://baekur.is/bok/000233966/3/1/Skra_um_handritasofn/?iabr=on#page/Bla%C3%B0s%C3%AD%C3%B0a+208++(228+/+612)/mode/2up" >bls. 208.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í október 2009.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn