Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 859 8vo

Dagbók Sveins Þórarinssonar ; Ísland, 1836-1840

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Titill í handriti

Dagbók, byrjuð með árinu 1836. Skrifuð og samsett af Sveini Þórarinssyni.

Athugasemd

Þetta er fyrsta dagbókin sem Sveinn Þórarinsson skrifaði, þá aðeins 15 ára að aldri. Byrjar hún með stuttum formála, sem hann ritar hinn 31. desember 1835. Þar getur hann um foreldra sína, fæðingardag sinn og uppvöxt í Kílakoti. Síðan hefst sjálf dagbókin hinn 1. janúar 1836 og skrifaði Sveinn hana síðan óslitið til æviloka.

Dagbækur Sveins frá árunum 1841-1869 eru varðveittar í sex bindum undir safnmarkinu ÍB 680 8vo.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
253 blaðsíður (165 mm x 98 mm).
Skrifarar og skrift

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1836-1840.
Ferill
Frá Jóni Þorkelssyni, síðar þjóðskjalaverði.
Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls. 186.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 20. ágúst 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Dagbók

Lýsigögn