Skráningarfærsla handrits

ÍB 713 I 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1
Sendibréf
Athugasemd

1 frá Jóni lækni Péturssyni í Viðvík og fréttabréf óundirrituð frá Kaupmannahöfn til Halldórs konrektors Hjálmarssonar og til sama fréttabréf frá síra Benedikt Pálssyni á Stað á Reykjanesi, með yfirskrift Fréttir af Vesturlandi 1776-1803.

2
Auðnubraut æskunnar
Titill í handriti

Æskunnar Auðnubraut eftir séra J. Hjaltalín 1799

Athugasemd

Á blaði aftast er nafnið Margrét Magnúsdóttir

3
Brot úr latínskum stílum úr Hólaskóla
Athugasemd

Þar af nokkuð eftir Svein Pálsson, síðar lækni, og eftir síra Sigurð Árnason á Hálsi í Fnjóskadal.

Efnisorð
4
Vikubænir
Athugasemd

Þessi handritshluti er blaðsíðumerktur 1-133, blaðsíður 97-112 vantar.

Efnisorð
5
Sálmur
Titill í handriti

Nokkur líf-grös plokkuð í Jesú kvala- og greftrunar garði af Sr. Ólafi Brynjólfssyni presti að Görðum á Akranesi

Upphaf

Grátandi má ég Getsemane ganga útí ...

Lagboði

Ó, Guð vor faðir sem í himnaríki ert

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
203 blöð. Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur. Flestar óþekktar.

Jón Pétursson

Benedikt Pálsson

Jón Konráðsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, á 18. öld.
Aðföng

Landsbókasafn keypti árið 1901 handritasafn Hins íslenska bókmenntafélags, Kaupmannahafnardeildar (ÍB) og Reykjavíkurdeildar (ÍBR).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 3. bindi, bls.158.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 13. nóvember 2017.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn