Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 548 8vo

Hellismanna saga ; Ísland, 1850

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-61r)
Hellismanna saga
Titill í handriti

Hellismanna saga aukin getgátum til gamans

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
i + 62 + i blöð (165 mm x 102 mm) Auð blöð: 1v og 61v-62r. Ferill á 62v
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 1-109 (2r-61r)

Ástand

Spjaldblöð laus frá spjöldum en hanga enn í bandinu. Spjaldblöð eru upphaflega umslag stílað á Ólaf Sívertsen (1790 eða 1791 - 1860) prest í Flatey. Undir fremra spjaldblað eru seðill og blað sem tilheyra bandi, en eru nú laus frá spjaldi. Seðillinn er bréf, að öllum líkindum til síra Ólafs í Flatey. Á blaðinu er hins vegar skýrsla, meðal annars um meðalverð á vöru í Selárdalsprestakalli innan Barðastrandarsýslu, en skýrsla þessi tengist einnig síra Ólafi. Undir aftara spjaldblað er skrifað blað af ókenndum uppruna. Sett hafa verið ný spjald- og saurblöð

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Gísli Konráðsson, eiginhandarrit

Skreytingar

Litskreytt titilsíða, litur rauður

Band

Pappírsklædd tréspjöld en skinn á kili og hornum, kjölur upphleyptur og þrykktur

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland [1850?]
Ferill

Eigandi handrits: Gísli Hjaltason 1860-1866 (fremra saurblað v-hlið, 62v og aftara saurblað r-hlið)

Aðföng

Indriði Einarsson, 22. október 1875

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir lagaði skráningu, 14. febrúar 2009 ; Handritaskrá, 3. b. ; Sagnanet 11. júní 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998

viðgert

Lýsigögn
×

Lýsigögn