Skráningarfærsla handrits

ÍB 365 8vo

Stuttur leiðarvísir til að lifa farsællega ; Ísland, 1750

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

Stuttur leiðarvísir til að lifa farsællega
Ábyrgð

Þýðandi : Jón Þorkelsson

Þýðandi : Guðlaugur Þorgeirsson

Athugasemd

Íslensk útlegging eftir Jón Þorkelsson.

Þar í útlegging á latínu (Brevis Cynosura ad Beate Vivendum) eftir Guðlaug Þorgeirsson, og hefur hún verið ætluð syni hans ("in usum filioli") Ara, er síðast var prestur að Ofanleiti.

Handritið allt með hendi séra Guðlaugs (nema íslenska titilblaðið og íslenska lesmálið frá blaðsíðu 249 og út; þetta er með hendi Ásgeirs Bjarnasonar í Ögurþingum.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Titilblöð + 318 blaðsíður (159 mm x 102 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd að mestu ; Skrifarar:

Guðlaugur Þorgeirsson

Ásgeir Bjarnason

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland um 1750.
Aðföng

ÍB 356-384 8vo frá Jóni Borgfirðingi.

Þetta handrit hefur áður verið í eigu þeirra feðga séra Brynjólfs og séra Einars Sivertsens.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir fór yfir skráningu, 18. september 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 20. júní 2012; Handritaskrá, 3. b. ; Átaksverkefni 2012.
Lýsigögn
×

Lýsigögn