Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 65 8vo

Sálmasafn ; Ísland, 1630-1640

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Sálmasafn
Titill í handriti

Nokkrar andlegar söngvísur með ýmsu sálma lagi

Athugasemd

Aukið er við aftast með annarri hendi bl. 148-54 tveim sálmum og registri, og stendur við ártal, 1657, en undir er ritað Jón Helgason, og hefir sá maður skrifað þann hluta

Nafngreindir höfundar eru síra Jón Guðmundsson, síra Magnús Sigfússon og síra Jón Þorsteinsson

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
154 blöð (155 mm x 93 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd (að mestu) ; Skrifari:

Óþekktur skrifari

Nótur

Í handritinu eru þrír sálmar með nótum:

  • Rís upp drottni dýrð (79v-80r)
  • Ó þú ágæta eðla nafnið (110v-111v)
  • Ó Jesú elsku hreinn (125r)
Band

Skinnband með spennum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland um 1630-1640.
Ferill

Í umbúðum er reikningur frá Húsavíkurkaupmanni 1669; þar er og bl. með erindum, og stendur Guðmundur Erlendsson undir; yfirleitt er og handritið mjög líkt því að vera með hendi síra Guðmundar (bl. 106-108 líkist þó allmjög handbragð síra Sigurðar Jónssonar á Presthólum); ætti kverið þá að vera kvæðasyrpa hans, þegar frá eru skilin kvæði þeirra höfunda, sem nafngreindir eru. Það mælir í móti þessu, að ekkert kvæðanna er í Gígju, kvæðasafni síra Guðmundar, er hann nefndi svo, og mætti þetta þó til sanns vegar færa um mann, er síyrkjandi var sem hann; lakara er hitt, að á bls. 27 eru nefnd "Ord Andsielmus," og má vart ætla, að lærður maður skæli svo nafn Anelms, og þó er tvímælalaust lærðs manns hönd á hdr. Um eigendr hdr. er oss engin fræðsla leifð önnur en sú, að af bl. 78 (sbr. 148) sjáum vér, að Katrín Ögmundardóttir hefir fengið það að gjöf frá Guðrúnu, systur sinni (skr. með krakkahendi frá 18. öld).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir bætti við skráninguna 27. desember 2018 ; Halldóra Kristinsdóttir yfirfór skráningu, 5. júlí 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 22. júlí 2011 ; Handritaskrá, 3. b. ; Átaksverkefni 2011.
Viðgerðarsaga
Kristjana Kristjánsdóttir gerði við í október 1985.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sálmasafn

Lýsigögn