Skráningarfærsla handrits

ÍB 211 4to

Líkræður ; Ísland, 1600-1800

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Líkræður
Notaskrá

Blanda II s. 2

Athugasemd

Líkræður yfir: Magnúsi Pálssyni, á Núpi í Dýrafirði 1690 (eftir síra Sigurð Jónsson í Holti), Vigfúsi Hákonarsyni 1670 í Bræðrartungu 1670 (eftir Brynjólf biskup Sveinsson), Þórði Daðasyni (eftir síra Þórð Bárðarson, textinn valinn af Brynjólfi biskupi sjálfum, afa Þórðar), Markúsi Snæbjarnarsyni í Ási (brot), Þórunni Jónsdóttur á Skútustöðum 1673 (eftir síra Einar Þorsteinsson, síðar biskup), Hólmfríði Sigurðardóttur í Laufási 1692 (eftir síra Geir Markússon), síra Þorsteini Geirssyni 1689 (eftir síra Þorstein Illugason), síra Teiti Halldórssyni 1687 (brot), Halldóru Sigurðardóttur, fyrri konu Teits Jónssonar, síðar biskups (brot)

Auk þess eru í handritinu (bls. 53-109) tvær ræður, hin síðari eftir Þorlák biskup Skúlason 1644, og Syndakeðjan, útlagt úr dönsku árið 1609

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
276 blaðsíður (200 mm x 161 mm).
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur ; Skrifarar:

Óþekktur skrifari

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland á 17. og 18. öld.
Ferill

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir yfirfór skráningu, 5. júlí 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 28. júní 2011 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2011.

Notaskrá

Titill: Blanda: Fróðleikur gamall og nýr
Ritstjóri / Útgefandi: Einar Arnórsson, Hannes Þorsteinsson, Jón Þorkelsson
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
 • Vörsludeild
 • Handritasafn
 • Safn
 • Kaupmannahafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags
 • Safnmark
 • ÍB 211 4to
 • Efnisorð
 • Guðfræði
 • XML
 • Opna XML færslu  
Efni skjals
×
 1. Líkræður

Lýsigögn