Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 123 4to

Guðsorðabók ; Ísland, 1786-1790

Athugasemd
Rituð á Egilsstöðum
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Huggunargreinar
Titill í handriti

Nokkrar huggunargreinar og gleðileg dæmi úr heilagri ritningu

Athugasemd

28 blaðsíður

2
Hugvekjur
Titill í handriti

Dægrastytting

Athugasemd

Hugvekjur eftir Stein Jónsson (pr. á Hólum 1790), með mánaðarsöng Joh. Olearii í þýð. Steins biskups, 4 + 58 bls.

3
Hugvekjur
Titill í handriti

Tvisvar sjöfalt missirisskipta offur

Athugasemd

Hugvekjur eftirJón Guðmundsson; aftan við eru bænir, vers og sálmar (nafngreind skáld: Sigfús Jónsson, Magnús Einarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Pétursson.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
93 blöð (202 mm x 165 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ;

Eiríkur Hemingsson.

Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1786-1790.
Ferill

Á blaðsíðu 84 stendur: Margrét Jónsdóttir á bókina. Á blaðsíðu 96 kemur fram að bókina hafi henni gefið Magnús Sveinsson.

Í handritinu eru einnig nöfnin Bergljót Sigurðardóttir, Ingibjörg, Þorsteinn Jónsson, Guðrún, Jón Sigurðsson, Benedikt Jónsson, Sólrún Jónsdóttir og Margrét Jónsdóttir. Auk þess er þar bæjarnafnið Fljótsbakki.

Aðföng

ÍB 123-124 4to frá Marteini Jónssyni 1858.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir yfirfór skráningu 16. febrúar 2012 ; Eva Kamilla Einarsdóttir frumskráði, 12. júlí 2011; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2011.
Lýsigögn
×

Lýsigögn