Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Holm. Perg. 24 4to

Alexanders saga ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-20r)
Alexanders saga
Upphaf

Darius hefir konungur heitið er réð fyrir Serklandi...

Niðurlag

...til hingaðburðar vors herra Jesú Kristi cc. níu tygir og níu vetur.

Athugasemd

Óheil.

2 (20r-22r)
Bréf Alexanders mikla til Aristótelesar
Upphaf

Ráðandi kringlu alls heims...

Niðurlag

...þá er hann andaðist xxx iii og einn mánuð.

3 (22v-28)
Rómverja saga
Upphaf

Svo segir Seliastius í sinni frásögn...

Niðurlag

...þá þrútnaði sá knúturinn...

Athugasemd

Óheilt, blöð vantar og einnig vantar aftan af sögunni (endar í 55. kafla).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn

Blaðfjöldi
28 blöð (247 mm x 200 mm).
Tölusetning blaða
Blaðmerking 2-28, seinni tíma viðbót.
Umbrot

 • Eindálka.
 • Línufjöldi er 37-42 línur.
 • Sums staðar sést strikun fyrir línum, einna skýrast á blaði 24.

Ástand
 • Vantar framan og aftan af handritinu og einnig vantar blað eða blöð milli blaða 3 og 4, 13 og 14, 16 og 17, 23 og 24 og 26 og 27.
 • Skorið hefur verið neðan af blaði 22 og texti því skerst.
 • Víða göt sem myndast hafa við verkun skinnsins, t.d. á blöðum 2, 4 og 18.
 • Texti skertur t.d. á blöðum 4 og 28 vegna rifa í skinni.
 • Dökkir blettir á blaði 26r.
 • Á sumum blöðum eru rakablettir.
Skreytingar

Rauðir og grænir upphafsstafir, sumir flúraðir (sjá t.d. blöð 22v og 27r).

Stór upphafstafur skreyttur með blómum á blaði 1v.

Leifar af rauðlitum fyrirsögnum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
 • Spássíugreinar allvíða, t.d. á blöðum 7, 16v og 21v.
 • Teikning af konu er á spássíu á blöðum 7r og 19r. Á spássíu á blaði 23v er teikning af þremur körlum.
 • Á blaði 4 hefur verið strikað og flúrað í kringum göt í skinninu.
 • Í Alexanders sögu hefur víða verið bætt við kaflanúmerum á spássíu (sjá t.d. blað 19v).
 • Á blaði 9v hefur verið skrifað CAPITVLVM 19, hugsanlega ofan í leifar af rauðri fyrirsögn.
Band

Óbundið en blöðin fest saman með leðurreimum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1450 í ONP (Ordbog over det norrøne prosasprog).
Ferill

Jón Eggertsson keypti handritið á Íslandi árið 1682 eða 1683 fyrir 5 ríkisdali og 3 mörk.

Hann flutti handritið til Svíþjóðar þar sem það var geymt í Antikvitetskollegiet.

Handritið er nú í Konunglegu bókhlöðunni í Stokkhólmi.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
skráði handritið í mars 2016.

Notaskrá

Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Lýsigögn
×

Lýsigögn