„Hér hefur almennilegt registur bókarinnar“
„Þingfararbálkur …“
„… Um sakeyrir.“
Yfirlitið hefst á þingfararbálki og lýkur á þjófabálki. Ekkert er minnst á efni blaða 5r-10v né réttarbætur þeirra Eiríks og Hákonar Magnússona eða Kristinrétt Árna en þetta efni er fyrir aftan Þjófabálk.
„Stóridómur“
„Tvennar tylftir manna, gjörum öllum kunnugt þeim þetta bréf sjá eður heyra, anno 1564 …“
„… þetta dómsbréf skrifað í sama stað ii dögum síðar en fyrr segir.“
„Réttrar línu rót að gættu …“
„… valdi saman Noregs gramur.“
Tvö erindi. Blað 11 er autt.
„Sagastefna“
„Eg n. n.son stefni þér n. n.son rétta saga stefnu…“
„… og allra þeirra er á heyra.“
Við skráningu var stuðst við útgáfu Más Jónssonar á Jónsbók (2004). Aðalkaflar eða bálkar handritsins eru tíu en þeir eru þrettán í útgáfunni. Efni handritsins virðist sambærilegt og þessir þrír kaflar sem útgáfan hefur umfram sem aðalkafla eru gerðir sýnilegir sem undirkaflar viðkomandi kafla í skráningu.
„Hér hefur annan hlut íslenskrar bókar og heitir sá kristindómsbálkur og segir fyrst um kristiliga trú“
Í útgáfu Más Jónssonar á Jónsbók er efni þessa kafla handritsins í tveimur köflum: Kristinn réttur og konungserfðir og Konungs þegnskylda sem í skráningu eru með hliðsjón af útgáfunni skráðir sem undirkaflar 5.2.1-5.2.2.
„Það er upphaf laga vorra Íslendinga …“
„… skal konungur ganga til altara og taka blessan og fara þaðan til herbergja sinna.“
„Hér hefur fjórða hlut bókar og heitir sá erfðabálkur og segir í fyrsta kapitula um kvennagiftingar“
Í útgáfu Más Jónssonar á Jónsbók er efni þessa kafla handritsins í þremur köflum: Kvennagiftingar, Erfðatal og Framfærsluþáttur sem í skráningu eru með hliðsjón af útgáfunni skráðir sem undirkaflar 5.4.1-5.4.3.
„Hér hefur fimmta hlut íslenskrar bókar og heitir þessi landsbrigðabálkur og segir í fyrsta kapitula um landabrigði“
„Hvar sem ungum manni tæmist land í erfð …“
„… sá er sekur vi aurum við konung er ómagann …“
Hér vantar síðustu orðin í niðurlagið: skyldi fram hafa fært.(Jónsbók: 157)
„Eiríkur Magnús með Guðs miskunn, Noregs konungur son Magnúsar konungs sendir öllum mönnum á Íslandi …“
„Þessar réttarbætur; Hákon konungur Magnúsarson“
„Hákon meður Guðs miskunn Noregskonungur son Magnúsar konungs sendir öllum mönnum á Íslandi …“
Biskupatalið er síðari viðbót - skrifuð í eyðu sem var undir niðurlagi réttarbótanna. Það er upprunalega skrifað í tíð Gottskálks Nikulássonar (1498-1520) . Síðustu nöfnin eru skrifuð með mismunandi höndum en bætt var við biskupatalið fram til Gísla [Magnússonar] (1755-1779).
„Ala skal barn hvert er borið verður og mannhöfuð er á …“
„… eður hans lögligs umboðsmanns.“
Samtals 14 kver.
Handritið er allt lýst með litdregnum upphafsstöfum.
Stórir sögustafir (inndregnar línur ca 5-10) eru víða við upphaf meginbálka. Stafirnir eru íburðarmiklir og ná stundum meðfram leturfleti alls blaðsins, t.d. stafurinn Þ á blaði 19r.
Stafir með boga- og laufmynstri:
Minni upphafsstafir og minna skreyttir (3-6 inndregnar línur (yfirleitt 3)) eru í upphafi annarra bálka / kafla. Flestir eru með laufskreyti eða bogadregnu flúri sem dregið er út fyrir leturflötinn og meðfram honum, s.s. til dæmis:
Stafir með mannsandlitum eða fígúrum:
Rauðritaðar fyrirsagnir eru alls staðar við upphaf bálka / kafla.
Band (220 null x 173 null x 35 null). Pappaspjöld og kjölur eru klædd skinni í eitt.
Handritið er skrifað á Íslandi á fjórtándu öld en viðbætur á sautándu öld (sbr. Katalog KB bls 70-71).
Handritið var keypt á uppboði hjá Hegerlund, 1786.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu ?
Tekið eftir Katalog KB , bls. 70-71 (nr. 124) Kålund gekk frá handritinu til skráningar ?. VH skráði handritið skv. reglum TEI P5 í júlí 2011.
f Birgitte Dall .