Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

GKS 2866 4to

Íslendingabók Ara fróða og efni henni tengt ; Danmörk, 1735

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1 (1r-3r)
Formáli
Upphaf

Þessar Schedas Ara fróða …

Niðurlag

… sem ég eigi um hirði að annotera.

Athugasemd

Í formálanum koma fram upplýsingar um uppruna handritsins og lýsing á forritum. Enn fremur á aðferð skrifara. Upphaf formálans er gefið sem skrifaraklausa við atriði 2.

Tungumál textans
íslenska
Efnisorð
2 (5v-43v)
Íslendingabók
Titill í handriti

Schedæ Ara prests fróða

Vensl

Skrifað eftir AM 113 b fol.

Upphaf

[Í]slendingabók gjörða ég fyrst biskupum …

Niðurlag

… en ég heiti Ari.

Skrifaraklausa

Þessar Schedas Ara fróða skrifaði ég Erlendur Ólafsson um sumarið 1735 í Augusto í Kaupmannahöfn eftir exemplari in folio með hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti, hvert að er ásamt með öðrum fleirum í Bibliotheca Academica ex legato Arnæ Magnæi sub No 113 …

Athugasemd

Skrifaraklausa Jóns Erlendssonar úr AM 113 b fol. er uppskrifuð á bl. 44v.

Tungumál textans
íslenska
Efnisorð
3 (45r-47r)
Athugagreinar
3.1 (45r-46v)
An Islandia ante Haraldi Pulchricomi tempora incolas habuerit?
Titill í handriti

An Islandia ante Haraldi Pulchricomi tempora incolas habuerit?

Upphaf

De æra Islandiæ primum coli cæptæ Pontanus et Arngrimus …

Niðurlag

… si gradus computentur.

Athugasemd

Efst í hægra horni bl. 45r stendur: Ex autographo Thormodi Torfæi.

Tungumál textans
latína
3.2 (46v-47r)
Thormodus in Epistola qvadam
Titill í handriti

Thormodus in Epistola qvadam

Upphaf

Mag. Brynjólfur segir Ísland byggt 414 …

Niðurlag

… margt meira bevísar Ísland fyrr byggt.

Tungumál textans
íslenska
4 (47v-48r)
Athugasemdir Árna Magnússonar um Íslendingabók o.fl.
Titill í handriti

Hæc Arnas in dissolutis Schedulis

Upphaf

Örlygur (er nam land á Kjalarnesi) var áður …

Niðurlag

… colloqvio dixit Thormodus Torfæus, vir eruditissimus.

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína
Efnisorð
5 (49r-218v)
Aðdrættir Árna Magnússonar til útgáfu á Íslendingabók Ara fróða
Tungumál textans
latína (aðal); íslenska
Efnisorð
5.1 (49r-77v)
De Sæmundo Multiscio
Titill í handriti

De Sæmundo Multiscio

Upphaf

Sæmundus sacerdos cujus …

Athugasemd

Endar á ættartölum úr Landnámabók.

5.2 (78r-86v)
Aronis multiscii vita ex antiqvis monumentis collecta
Titill í handriti

Aronis multiscii vita ex antiqvis monumentis collecta

Upphaf

Aro sacerdos multiscius …

Niðurlag

… mun Ari fróði hafa átt þenna part?

5.3 (88r-112v)
De anno et temporis scriptione Aronis multiscii
Titill í handriti

De anno et temporis scriptione Aronis multiscii

Upphaf

Íslendingabókina þá fyrstu hefur Ari skrifað circa annum 1120 …

Niðurlag

… fatetur auctor. Stockholm 1675.

5.4 (113r-218v)
In Aræ multiscii librum Islandorum notæ et primò ad inscriptionem
Titill í handriti

In Aræ multiscii librum Islandorum notæ et primò ad inscriptionem

Upphaf

Inscriptionem ita immutare placuit …

Athugasemd

Endar á ættartölum úr Landnámabók.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír (Vatnsmerki greinilegt á bl. 48, 76, 82, 87, 88, 95, 220).
Blaðfjöldi
i + 220 + i blöð (195 mm x 158 mm). Auð blöð: 3v-4v, rektósíður í kaflanum á bl. 5r-44r, 48v, 76v, 82v, 87r-v, 88v, 216v, 219-220.
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti neðst í hægra horni 1-218. Bl. 219-220 eru ómerkt.
  • Upprunaleg blaðsíðumerking: bl. 5r-43v eru merkt 1-78; bl. 45r-74r eru merkt 1-51; bl. 113r-216r eru merkt 1-207 (þó hefur skrifari óvart merkt blaðsíðu 46 með tölunni 36).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-160 mm x 110-115 mm.
  • Línufjöldi er 15 á blöðum 5v-43v en annars staðar að jafnaði 19-20.
  • Brotið fyrir leturfleti á blöðum 5-44 og ef til vill víðar.

Skrifarar og skrift

Með hendi Erlendar Ólafssonar, fljótaskrift á íslensku og húmanísk skrift á latneska textanum en einhvers konar blendingsskrift á bl. 5-43 (stæling á fornri skrift).

Skreytingar

Hendur teiknaðar víða á spássíur blaða 5v-43v.

Bókahnútar á blöðum 46v og 47r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Spássíuathugasemdir á latínu við texta Íslendingabókar á bl. 5v-43v.
Band

Band frá 19. öld (202 mm x 165 mm x 43 mm). Pappaspjöld klædd pappír með brúnleitu marmaramynstri. Leður á kili og hornum. Gyllt strik og letur auk merkis Konungsbókhlöðunnar í Kaupmannahöfn á kili. Saurblöð tilheyra bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Kaupmannahöfn árið 1735.

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. maí 1979.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn