Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

GKS 2845 4to

Sögubók ; Ísland, 1440-1460

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-13r)
Bandamanna saga
Upphaf

[Ó]feigur hét maður …

Niðurlag

… og þeir Miðfirðingar og lýkur hér sögunni.

2 (13r-19v)
Norna-Gests þáttur
Upphaf

[S]vo er sagt að á einum tíma þá er Ólafur kóngur …

Niðurlag

… um lífdaga hans sem hann sagði.

Baktitill

Og lýk þar frá Norna-Gesti að segja.

3 (19v-26r)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Frá Ormi Stór[ólfs]

Upphaf

[H]ængur hét maður …

Niðurlag

… og hélt vel trú sína.

Notaskrá
Baktitill

Lýkur þar þætti Orms Stórólfssonar.

4 (26r-32r)
Rauðúlfs þáttur
Upphaf

Úlfur hét maður og var kallaður Rauðúlfur …

Niðurlag

… og hafði eigi færri skip en xii hundruð.

Athugasemd

Textinn er prentaður í  Heimskringlu III 1991 , en eftir öðru handriti.

Efnisorð
5 (32r-39v)
Hálfs saga og Hálfsrekka
Upphaf

Alrekur hét kóngur er bjó á Alreksstöpum …

Niðurlag

…Þyri hét dóttir hans og er þaðan mikil ætt komin.

6 (39v-54v)
Göngu-Hrólfs saga
Upphaf

Svo byrja eg frásögn …

Niðurlag

… Hreggviður hét son þeirra og var miki[ll] …

Athugasemd

Óheil. Eyða á milli bl. 52 og 53 hefst, miðað við  Fornaldar sögur Nordrlanda III 1830 , á bls. 282, línu 27, og endar á bls. 353, í línu 18. Vantar einnig aftan af. Textinn endar, miðað við  Fornaldar sögur Nordrlanda III 1830 , á bls. 362, línu 22.

Handritiið er notað neðanmáls í lesbrigðaskrá í  Fornaldar sögum Nordrlanda III 1830:237-364 .

7 (55r-59r)
Yngvars saga víðförla
Niðurlag

… en klaka af frændum sínum hinum fyrrum og lýkur því sögunni.

Athugasemd

Óheil. Vantar framan af. Textinn byrjar, miðað við  STUAGNL XXXIX 1912 , á bls. 27, línu 8. Einnig er eyða á milli bl. 57 og 58. Hún hefst, miðað við útgáfuna, á bls. 40, í línu 11, og endar á bls. 43, í línu 18.

Notuð neðanmáls í lesbrigðaskrá í  STUAGNL XXXIX 1912 og Antiquités Russes II 1852:141-169 .

8 (59v-61v)
Eiríks saga víðförla
Upphaf

Þrándur h[ét] kóngur er réð fyrir Þrándheimi …

Niðurlag

… og vegsami guð að eilífu amen.

Athugasemd

Óheil. Eyða á milli bl. 59 og 60 hefst, miðað við  Editiones Arnamagnæanæ B 29, 1983 , á bls. 18, línu 36, og endar á bls. 70, línu 190.

Notuð neðanmáls í lesbrigðaskrá í  Fornaldar sögum Nordrlanda III 1830:661-674 og Editiones Arnamagnæanæ B 29 1983. .

Efnisorð
9 (61v-73v)
Hervarar saga og Heiðreks
Upphaf

Sigurlami hét kóngur …

Niðurlag

… býð eg þér frændi til heilla sátta mikið ríki og ærið fé xii c [vo]pna.

Athugasemd

Óheil. Eyða á milli bl. 65 og 66 hefst, miðað við  STUAGNL XLVIII1924 , á bls. 32, línu 11, og endar á bls. 34, í línu 1. Vantar einnig aftan af. Textinn endar, miðað við  STUAGNL XLVIII 1924 , á bls. 88, línu 23.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
73 blöð (173-184 null x 128-137 null). Blöð 5, 7, 23, 61 og 63 óregluleg að lögun.
Tölusetning blaða

 • Blaðmerking með bleki 1?-70 (1r-70r), á efri spássíu, á tíu blaða fresti, en einnig eru blöð 43, 51-54 og 73 blaðmerkt.
 • Blýantsblaðmerking 1-73 (1r-73r), á neðri spássíu, óskýr og ekki sjáanleg á stöku stað, t.d. 60-65.

Kveraskipan

Níu kver.

 • Kver I: 8 blöð, 4 tvinn.
 • Kver II: 8 blöð, 4 tvinn.
 • Kver III: 8 blöð, 4 tvinn.
 • Kver IV: 8 blöð, 4 tvinn.
 • Kver V: 10 blöð, 5 tvinn.
 • Kver VI: 10 blöð, 5 tvinn.
 • 2 blöð (tvinn).
 • Kver VII: 5 blöð, 2 tvinn og stakt blað.
 • Kver VIII: 6 blöð, 3 tvinn.
 • Kver IX: 8 blöð, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er 125-135 null x 108-116 null
 • Línufjöldi er 21-30.
 • Gatað fyrir línum og leturfleti.
 • Eyður fyrir upphafsstafi (þar sem ekki er að sjá leifar af slíkum) á nokkrum stöðum, t.d. 2r og 13r.

Ástand

 • Vantar í handritið milli blaða 52 og 53, 54 og 55, 57 og 58, 59 og 60, 65 og 66 og aftan við 73. Jón Helgason telur að allt að 39 blöð vanti í handritið ( 1955:vii-viii. ).
 • Efsta línan er skert á bl. 47 og 48.
 • Texti máður á bl. 53r, en það var áður límt við fremra spjald, þar sem sjá má leifar blaðsins. Blaðið var líklega ekki losað fyrr en eftir að hdr. kom til Kaupmannahafnar, en var ekki sett á sinn stað, ásamt bl. 54, fyrr en löngu síðar (sjá nánar um þetta í  Jón Helgason 1955:ix ).
 • Ystu síður í kverum stundum máðar, sem bendir til að handritið hafi gengið óbundið milli manna í kverum ( Jón Helgason 1955:ix ).
 • Bl. 43 hefur verið rifið og ytri hluti þess fjarlægður.
 • Upprunaleg göt og rifur: 1, 2, 6, 20, 23, 26, 37, 56 og 60.
 • Yngri göt og rifur, sem sumstaðar skerða texta: 1, 17, 53 og 67.
 • Neðri spássía skorin af bl. 44.
 • Á bl. 13, 19 og 61 hefur flipi verið skorinn í blaðið neðst, og honum brugðið í gegnum gat á neðri spássíu, þannig að hann þjónar sem bókamerki, til að vísa á upphöf sagna.
 • Rifa saumuð saman á bl. 20.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur (Jón Helgason 1955:viii).

I. 1r-32r:5 og 55r-73v: Óþekktur skrifari, textaskrift.

II. 32r:6-54v: Óþekktur skrifari, textaskrift.

Skreytingar

Rauðir upphafsstafir, eða leifar af slíkum, sumir pennaflúraðir með bleki (1-3 inndregnar línur á hæð, 5 línur á bl. 26), í þeim hluta handritsins sem hönd I hefur skrifað.

Pennaflúraðir upphafsstafir, dregnir með bleki (1-3 inndregnar línur á hæð), í þeim hluta handritsins sem hönd II hefur skrifað.

Rauðritaðar fyrirsagnir, eða leifar af slíkum, í þeim hluta handritsins sem skrifari I, hefur skrifað.

Ýmiss konar spássíuteikningar á bl. 14r (dýr), 17r (efri hluti mannveru og laufskreyti), 18r (mannshöfuð?), 25r (höfuð?), 26v (laufskreyti), 29r (dýr), 31r (dreki, litaður rauður), 59v (skrautstafir: GS?), 64r (höfuð, máð).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Spássíugreinar (sjá nánar í  Jón Helgason 1955:xiii-xiv ):
 • Bl. 5v og 13v (og víðar): Viðbætur með hendi skrifara.
 • Bl. 31r, upphafið á sálmi sem birtist fyrst í sálmabók Guðbrands 1589 (sjá Páll E. Ólason 1924:78): Einum guði sé eilíft lof.
 • Bl. 53r: Fragmenta Islandica. Skrifað eftir að handritið barst til Hafnar, en áður en blaðið var sett á núverandi stað ( Jón Helgason 1955:ix ).
 • Bl. 35v, 41v, 48r og 59r: Mannanöfn og klausa frá eiganda (sjá feril).
 • Bl. 16v: Uppskrift á illlæsilegum texta efst af 17r, með 17. aldar hendi.
 • Bl. 3v, 63v og 73v: Uppskriftir á einstökum orðum og setningum úr textanum.
 • Bl. 63v og 64r-v, 65r-v, 73r-v: Bendistafir (v), til að benda á vísu í texta.
 • Bl. 70v-72r: Vísur í texta númeraðar með rómverskum tölum.
 • Bl. 6r, 9v, 10r, 32v, 37v, 38v (og víðar): Klausur ýmislegs efnis og pennaprufur.
 • Yngstu viðbæturnar eru titlar sagnanna en skv. Jóni Sigurðssyni voru þeir skrifaðir af Jóni Eiríkssyni bókaverði á Det kongelige bibliotek (1781-1787).
 • Bl. 2v og 72v: Stimpill frá Det kongelige bibliotek.

Band

 • Bundið eftir að tapaðist úr handritinu ( Jón Helgason 1955:ix ) (192 mm x 129 mm x 58 mm). Kver saumuð á þrjá skorna leðurþvengi sem dregnir eru í tréspjöld um ídragsgöt í kjalkantinum, og niður um festigöt á spjöldunum. Endar þvengjanna festir með trénöglum. Festinaglar einnig reknir niður í þvengina á spjöldunum, miðja vegu milli ídragsgatsins og festigatsins. Upphaflega hefur handritinu verið lokað með álsútaðri leðurreim, litaðri, sem fest er við neðra spjaldið með tveimur trénöglum. Síðar hefur reimin rofnað rétt við spjaldið. Á fremra spjaldi er lykkjumóttak úr álsútuðu leðri, þar sem leðurreiminni hefur verið smeygt undir til að loka handritinu (sbr. Hersteinn Brynjúlfsson, sjá mynd í  Manuscripta Islandica 1955 ).
 • Á fremra spjaldi eru leifar af bl. 53, sem eitt sinn var límt við spjaldið. Bl. 53 og 54, sem eru tvinn, stóðu því áður fremst í handritinu.
 • Á aftara spjald að utanverðu hefur einhver skorið út örlítið munstur.
 • Eldri þvengir, þræðir og naglar úr bandinu fylgja í plastumslagi í öskju með handritinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

 • Ekkert er vitað með vissu um feril handritsins fyrr en Þormóður Torfason keypti það á Íslandi fyrir konung 1662 og flutti til Hafnar í Det kongelige bibliotek. Á árunum 1682-1704 hafði Þormóður það að láni á Stangarlandi og gerði Ásgeir Jónsson þá afrit af hlutum þess. Um hugsanlegan feril handritsins, áður en það komst í eigu konungs, hefur margt verið skrifað, en Jón Helgason telur að Þormóður hafi fengið það á Hólum ( Jón Helgason 1955:xiv-xv, xvii. ).
 • Á spássíum koma fyrir nokkur mannanöfn: Eyjólfur Jónsson, en hann segist eiga þessa skitna skræðu (35v), Nikulás Einarsson (e.t.v. frá Reykjahlíð) (41v), Kolbeinn (48r), Bjarni Jónsson (48r), Þorleifur? (48r) og Guðríður Benediktsdóttir (59r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. febrúar 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir af bl. 32r-39v (Hálfs sögu og Hálfsrekka) á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 22. október 1971.
 • Ljósprent í  Manuscripta Islandica II 1955 .

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Om nogle af Ásgeir Jónssons håndskrifter
Umfang: s. 207-212
Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Titill: Antiquités Russes
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Magerøy, Hallvard
Titill: , Studiar i Bandamanna saga: Kring gjerd-problemet
Umfang: XVIII
Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , The manuscripts of Hrólfs saga kraka
Umfang: XXIV
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: , Kongesagastudier: Kompilationen Hulda-Hrokkinskinna
Umfang: XXXII
Höfundur: Jørgensen, Jon Gunnar
Titill: , The lost vellum Kringla
Umfang: XLV
Titill: Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.],
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda II.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda I.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Palæografi. B. Norge og Island, Nordisk kultur
Umfang: 28:B
Titill: Eiríks saga víðfǫrla,
Ritstjóri / Útgefandi: Jensen, Helle
Umfang: XXIX
Titill: Fornaldar sögur Nordrlanda: Eptir gömlum handritum
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, Carl Christian
Titill: Bandamannasaga med Oddsþáttr. Ölkofra þáttr,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 57
Titill: Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttur Ófeigssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Guðni Jónsson
Umfang: 7
Titill: Bandamanna saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Mageröy, Hallvard
Umfang: 67
Höfundur: Helgi Guðmundsson
Titill: Hreytispeldi, Gripla
Umfang: 3
Titill: , Eiríks saga víðförla
Ritstjóri / Útgefandi: Jensen, Helle
Umfang: 29
Höfundur: Hermann Pálsson
Titill: Brands þáttur örva, Gripla
Umfang: 7
Höfundur: Seelow, Hubert
Titill: , Páll Ketilssons manuskript der Hálfs saga
Umfang: s. 254-259
Titill: , Hálfs saga ok Hálfsrekka
Ritstjóri / Útgefandi: Seelow, Hubert
Umfang: 20
Titill: Harðar saga
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: XIII
Titill: Grettis saga Ásmundssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Guðni Jónsson
Umfang: VII
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Islandica, Icelandic Manuscripts
Umfang: XIX
Höfundur: Jørgensen, Jon Gunnar
Titill: Om verdien av sagaavskrifter fra 1600-tallet, Collegium medievale
Umfang: 11
Höfundur: Louis-Jensen, Jonna
Titill: To håndskrifter fra det nordvestlige Island,
Umfang: s. 219-253
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Til Yngvars sagas overlevering
Umfang: s. 176-178
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Småstykker 1-10
Umfang: s. 350-361
Höfundur: Kapitan, Katarzyna Anna
Titill: Opuscula XVI, Dating of AM 162 B a fol, a fragment of Brennu-Njáls saga
Umfang: s. 217-243
Höfundur: Kolbrún Haraldsdóttir
Titill: Eiríks saga víðförla í miðaldahandritum, Gripla
Umfang: 30
Höfundur: Overgaard, Mariane
Titill: , En bog i Jomfru Marias biblotek. Kalendariet AM 249d fol. + "Psalter VII" i Acc. 7d
Umfang: s. 193-228
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen,
Umfang: 21
Titill: , Hálfs saga ok Hálfsrekka
Ritstjóri / Útgefandi: Seelow, Hubert
Umfang: XX
Titill: Yngvars saga víðförla: Jämte ett bihang om Ingvarsinskrifterna, STUAGNL
Ritstjóri / Útgefandi: Olson, Emil
Umfang: XXXIX
Titill: Heiðreks saga: Hervarar saga ok Heiðreks konungs, STUAGNL
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: XLVIII
Titill: Bandamanna saga med Oddsþáttr, Ǫlkofra þáttr, STUAGNL
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: LVII
Titill: Bandamanna saga, STUAGNL
Ritstjóri / Útgefandi: Magerøy, Hallvard
Umfang: LXVII
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Þorp, Gripla
Umfang: 3
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Bandamanna saga og áheyrendur á 14. og 15. öld, Skírnir
Umfang: 151
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Gripla, Er nýja textafræðin ný? Þankar um gamla fræðigrein
Umfang: 13
Lýsigögn
×

Lýsigögn