Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Einkaeign 21

Fornmannasögur Norðurlanda ; Ísland, 1882

Titilsíða

Fornmannasögur Norðurlanda. Áttunda bindi. Skrifaðar eftir gömlum bókum MDCCCLXXXII. 1r

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Innihald bókarinnar

2 (3r-56v)
Samsons saga fagra
Titill í handriti

Sagan af Samsyni fagra

Upphaf

I. kap. Þar hefjum vér frásögu þessa af einum mikilsháttar konungi …

Niðurlag

… og sendi hana Artus konungi, þar af rís Skikkjusaga. Lýkur þar sögu þessari.

Athugasemd

Eitt blað vantar í söguna.

Efnisorð
3 (57r-103v)
Randvers saga fagra
Titill í handriti

Sagan af Randver fagra

Upphaf

I. kap. Sólimet er konungur nefndur, er réði fyrir Vallendi …

Niðurlag

… og eigi vitum vér meira ritað af Randver konungi, en nú hefir sagt verið. Og lýkur hér sögunni af Randver konungi hinum fagra.

4 (104r-154v)
Kára saga Kárasonar
Titill í handriti

Sagan af Kára Kárasyni

Upphaf

I. kap. Það er upphaf þessarar sögu að í þann tíma sem Ermenrekur konungur hinn ríki réði fyrir Rómaborg og Vallandi, var sá konungur í Venedig er hét Reginbald …

Niðurlag

… voru góðar samfarir þeirra Matthildar, og áttu mörg börn. Og lýkur hér sögunni af Kára Kárasyni.

5 (155r-186v)
Hermanns saga illa
Titill í handriti

Sagan af Hermanni Finnssyni illa

Upphaf

I. kap. Konungur sá réð fyrir Bjarmalandi er Finnur hét …

Niðurlag

… Ívar og Samson hétu synir þeirra, og koma þeir við aðrar sögur. Hermann konungur varð gamall maður. Og lýkur hér sögu hans.

Efnisorð
6 (187r-220v)
Rígabel saga konungs og Alkanus
Titill í handriti

Sagan af Rígabal konungi og Alkanus fóstbróðir hans

Upphaf

I. kap. Fyrir Armeníu réði sá konungur er Íberus hét …

Niðurlag

… Rígabal konungur ríkti langan aldur; og andaðist mjög gamall, varð þá Klarus konungur eftir hann; og endar svo sagan af Rígabal konungi og Alkanus fóstbróðir hans.

7 (221r-257v)
Marons saga sterka
Titill í handriti

Sagan af Marroni sterka

Upphaf

I. kap. Andrónikus er maður nefndur, hann var bóndi einn …

Niðurlag

… Það er margra sögn að Marron konungur hafi verið hin mesta hetja og allra þeirra manna sterkastur er sögur um geta. Og endar þannig sagan af Marroni sterka.

Athugasemd

Tvö blöð vantar í söguna.

8 (258r-351v)
Hinriks saga góðgjarna og Valentínus sonar hans
Titill í handriti

Sagan af Hinriki góðgjarna og Valentínus frækna

Upphaf

I. kap. Jarl er nefndur Kragi, sonur Gríms hins rauða …

Niðurlag

… Hinrik sonur hans varð ágætur konungur, þó ekki yrði hann föður síns jafningi, er eigi getið um gifting hans, né bróður hans hans í Garðaríki og segir frá því í öðrum sögum. Lýkur svo sögunni af Hinrik konungi góðgjarna, og Valentínus syni hans.

9 (352r-367v)
Flóres saga konungs og sona hans
Titill í handriti

Sagan af Flóres svarta og sonum hans

Upphaf

I. kap. Konungur sá ráði fyrir Tartaría er Flóres hét …

Niðurlag

… Sintram stýrði ríki sínu til dauðadags; en um ríkisstjórn Flóresar konungs, er eigi getið meir í þessari sögu. Lýkur hér sögu Flóresar konungs svarta og sona hans.

Efnisorð
10 (368r-398v)
Partalópa saga
Titill í handriti

Sagan af Partalópa og Marmoríu

Upphaf

I. kap. Svo er sagt að fyrir Miklagarði réði sá keisari er Saragus hét, hann var kvongaður og átti dóttur þá er Marmoría hét …

Niðurlag

… Hann tók ríki eftir föður sinn , og varð mikill höfðingi sem … hans, en ekki er hér um hann meir ritað, og er hans getið í öðrum frásögnum. Lýkur með þessu sögunni af Partalopa og Marmoríu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
i + 398 + i blöð í quarto-broti (167 mm x 150 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-800.

Handritið var blaðmerkt með blýanti fyrir myndatöku.

Ástand

Á milli blaða 16 og 17 vantar eitt blað, þ.e. bls. 31-32.

Á milli blaða 224 og 225 vantar tvö blöð, þ.e. bls. 449-452.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Magnús Jónsson

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1882.
Ferill

Nafn í handriti: Ólöf Ketilbjarnardóttir, Dalsmynni (352r).

Sigurbjörg Magnúsdóttir lánaði handritið til skráningar og myndatöku. Það var eign föður hennar. Magnúsar Ketilbjarnarsonar sem ólst upp í Tjaldanesi hjá föður sínum og afa, og Magnúsi Jónssyni og Ólöfu Guðlaugsdóttur. Handritið er nú í vörslu Ólafar Margrétar Magnúsdóttur, systur Sigurbjargar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 3. september 2018.

Viðgerðarsaga
Handritið var lánað Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í júlí 2018 til myndunar.

Lýsigögn
×

Lýsigögn