Pappír.
Handritið hefur verið blaðmerkt með blýanti (1-599) en sú merking stemmir ekki alveg við blaðtalningu fyrir myndatöku þar sem auð blöð voru ótalin þegar handritið var blaðmerkt.
Handritið er óbundið en er í þremur öskjum.
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri komu fyrst út í tveimur bindum árin 1862 og 1864 og voru prentaðar í Leipzig. Þetta er prentmiðjuhandrit sagnanna, sem Jón sendi út en Konrad Maurer fylgdi útgáfunni eftir ásamt Guðbrandi Vigfússyni. Ekki var vitað um afdrif handritsins fyrr en það fannst árið 1971 í gögnum föður Konrads Maurer í Bayerische Staatsbibliothek í München. Vilhjálmur Bjarnason var helsti hvatamaður þess að fá handritið aftur heim til Íslands en þingsályktunartillaga um að afhenda íslensku þjóðinni handrit þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar úr Ríkisbókasafni Bæjaralands í München var lögð fram á Alþingi 2023-2024. Málið var til lykta leitt í nóvember 2024 þegar sendiherra Þýskalands afhenti landsbókaverði handritið til varðveislu við hátíðlega athöfn.
Handritið er í langtímaláni frá Bayerische Staatsbibliothek á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.
Halldóra Kristinsdóttir frumskráði 8. maí 2025.