Skráningarfærsla handrits

Acc. 5

Sögubók ; Ísland, 1770-1776

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-13v)
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

Saga af Rafnkeli goða

Upphaf

Á dögum Haralds konungs ens hárfagra ...

Niðurlag

... báðir áttu þeir goðorðið saman og þótti vera miklir menn fyrir sér.

Skrifaraklausa

Ritað að Hömrum og endað xiv calendi Januarii MDCCLXX af Þorkatli Sigurðarsyni. (Bl. 13v).

Baktitill

Og lýkur hér nú frá Hrafnkeli að segja.

2 (14r-27r)
Droplaugarsona saga
Titill í handriti

Saga af Helga og Grími Droplaugarsonum

Upphaf

Ketill hét maður er kallaður var Þrymur ...

Niðurlag

... Vetri síðar er Þangbrandur prestur kom til Íslands féll Helgi Droplaugarson.

Skrifaraklausa

Þessi saga var skrifuð anno MDCCLXX og enduð 31. Decembrio að Hömrum í Hraunhrepp af Þ.S.S. (Bl. 27r).

3 (27v-51r)
Hervarar saga og Heiðreks
Titill í handriti

Hervarar saga

Upphaf

Svo finnst skrifað í fornum bókum at Jötunaheimar voru ...

Niðurlag

... hann var skamma stund kóngur. Endir.

Skrifaraklausa

Þessa sögu reit að Hömrum og endaði Knútsdag anno MDCCLXXI. Þorkell Sigurðsson. (Bl. 51r).

Athugasemd

Eftirrit eftir prentaðri útgáfu, Olof Verelius, Hervarar Saga paa gammal Götska frá 1672.

Á bl. 50v-51r er niðja- og ættatal Hervarar, samskonar og í Verelius bls. 184-185.

4 (51v-56v)
Hákonar þáttur Hárekssonar
Titill í handriti

Sagan af Hákoni norræna

Upphaf

Í Noregi var forðum daga í ríkinu austur einn bóndi ...

Niðurlag

... keypti hann nær aftur allar þær jarðir og er áður höfðu glutrast fyrir honum.

Baktitill

Og ljúkum vér svo þessum þætti af Hákoni hinum norræna

5 (56v-68r)
Vilmundar saga viðutan
Titill í handriti

Sagan af Vilmundi við-utan

Upphaf

Vísivaldur hefur konungur heitið ...

Niðurlag

... réðist vel hættan séða, Hjarandi hann óværan, hljóp til land syrgjandi.

Skrifaraklausa

Þessi saga var ásamt sögu Hákonar norræna rituð með skyndi að Hömrum í Hraunhrepp anno 1771 og enduð þann 24. desember af Þorkeli Sigurðarsyni. (Bl. 67v).

Efnisorð
6 (68r-82r)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Sagan af Þórði hreðu

Upphaf

Þórður hét maður, HörðaKára son ...

Niðurlag

... Höfum vér ei fleira heyrt sagt með sannleik af honum.

Skrifaraklausa

Skrifuð að Hömrum Anno 1772 og enduð 1. maí af Þorkeli Sigurðssyni. (Bl. 82r).

Baktitill

Lukum vér svo sögu Þórðar Hræðu.

7 (82r-91v)
Víglundar saga
Titill í handriti

Saga af Þorgrími prúða og Víglundi syni hans

Upphaf

Haraldur hárfagri son Hálfdánar svarta ...

Niðurlag

... og voru allt gjöfugmenni.

Skrifaraklausa

Hún var rituð að Hömrum anno 1772 og enduð d. 13. maí af Þ. Sigurðarsyni.

Baktitill

Lýkur svo þessari sögu.

8 (91v-103r)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Af Hávarði Ísfirðingi

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður ...

Niðurlag

... þeirri kirkju grafinn og þótti verið hafa hið mesta mikilmenni.

Skrifaraklausa

Hún var rituð að Hömrum anno 1772 af Þorkeli Sigurðarsyni og enduð þann 25. maí. (Bl. 103r).

Baktitill

Og ljúkum vér nú þessari sögu.

9 (103r-105v)
Ölkofra þáttur
Titill í handriti

Þáttur af Ölkofra

Upphaf

Þórhalli hét maður, hann bjó í Bláskógum á Þórhallsstöðum ...

Niðurlag

... og hélst það meðan þeir lifðu og lýkur þar sögu Ölkofra.

Skrifaraklausa

Þessi þáttur var ritaður að Hömrum í Hraunhreppi og endaður d. 29. maí anno 1772 af Þ. Sigurðssyni. (Bl. 105v).

10 (106r-113v)
Tímaríma
Titill í handriti

Tíma ríma, kveðin af Sál. Jóni Sigurðssyni, þrykkt í Kaupmannahöfn 1772.

Upphaf

Oft eru kvæðaefnin rýr, ekki á stundum parið ...

Niðurlag

... allir lifi í friði.

Athugasemd

Eftirrit eftir Tímaríma kveðin af sál. Jóni Sigurðssyni, Kaupmannahöfn 1772, sjá hér.

215 erindi.

Efnisorð
11 (113v)
Vísa
Titill í handriti

Vísa mr. Árna Böðvarssonar um hr. Svein lögmann

Upphaf

Leyfi lagið óðar / ljóst fyrir ömmu móða ...

Niðurlag

... svo skal lotning bjóða.

Athugasemd

1 erindi.

Efnisorð
12 (114r-125v)
Yngvars saga víðförla
Titill í handriti

Sagan af Ingvari víðförla og Sveini syni hans, þrykkt á Stokkhólmi í Svíjarríki anno 1762

Upphaf

Eiríkur hét kóngur er réði fyrir Svíþjóð, hann var kallaður Eiríkur hinn sigursæli ...

Niðurlag

... Enn Klacka hafði heyrt segja hina fyrri frændur sína.

Skrifaraklausa

Þessi saga var rituð að Hömrum í Hraunhreppi eftir manuscripto eftir Mr. Árna Böðvarssonar, sem af henni orkti rímur. En hafði hana skrifað upp eftir því í Svíaríki, þrykta Exemplari, sem getur um í upphafi, hvort með eigin augum svo sá þessa skrifaði og endaði [000 nong00?] mars í 1773. Þorkell Sigurðsson. (Bl. 125v).

Baktitill

Og því lyktum vér þessa sögu af Ingvari víðförla og þeim feðgum.

Athugasemd

Eftirrit eftir Sagan om Ingwar widtfarne, Stokkhólmur 1762, sjá hér.

13 (126r-135r)
Ýmiss kvæði
Athugasemd

M.a.: Gamanvísur um Gísla í Hítarnesi og tíkina Tátu eftir Árni Böðvarsson, Vísa hr. Sveins lögmanns um Árna Böðvarsson, Varúðarslagur eftir Hálfdan Einarsson, kveðinn móti Varúðargælu, Tófubragur, Ekkjukvæði, Dægrastytting.

13.1 (126r-126r)
Gísli þeysir heim í hlað
Titill í handriti

Gamanvísur um Gísla í Hítarnesi og tíkina tátu. Mr. A.B.

Upphaf

Gísli þeysir heim í hlað / sá heiðrar presturinn ...

Niðurlag

... svo hart sem kunni Tantum.

Athugasemd

9 erindi.

13.2 (126r-126r)
Hagsæld dofnar og fegurðin
Titill í handriti

Ejusdem Authoris

Upphaf

Farsæld dofnar og fegurðin / fátt er til huga bóta ...

Niðurlag

... Táta leggst niður til fóta.

Athugasemd

2 erindi.

Efnisorð
13.3 (126v)
Kónginn hring sá hrjáði
Titill í handriti

Vísa hr. Sveins lögmanns um Árna Böðvarsson

Upphaf

Kónginn hring sá hrjáði / Haraldur hinn bráði ...

Niðurlag

... hávagjöf sá þáði.

Athugasemd

1 erindi.

Efnisorð
13.4 (127r-129r)
Út á djúpið einhvör dró
Titill í handriti

Varúðar-slagur, kveðinn mót Varúðar-Gælu af Magister Hálfdan Einars.S. Sch.m.a H.

Upphaf

Út á djúpið einhvör dró / ekki sýndist ferjan mjó ...

Niðurlag

... hramuglega[?] hafa tekið hjörva rót.

Athugasemd

49 erindi.

13.5 (129v)
Varúðar slagur úti er
Upphaf

Varúðar slagur úti er / unnir hún varúðar[daucki?] ...

Niðurlag

... mætti varúðar grið.

Skrifaraklausa

Varúðar-slagur þessi er vísast sé rangur, því hann er skrifaður eftir skaruröngu og illa skrifuðu kvæði og [?] og umbreytt því sem með engu móti gat staðið við samanhangið af Þ.S.S. (Bl. 129v).

Athugasemd

1 erindi.

13.6 (129v-130v)
Skrifað í bækur
Titill í handriti

Hér skrifast Tóu-bragur

Upphaf

Skrifað í bækur / til skemmtunar mönnum ...

Niðurlag

og hafðu þökk vinur. Endir.

Skrifaraklausa

Þetta er og skrifað eftir röngu, en ríður á öngvu. (Bl. 130v).

Athugasemd

33 erindi.

Efnisorð
13.7 (130v-131v)
Ekkjukvæði
Titill í handriti

Ekkjukvæði

Upphaf

Utanlands í einum bý / ekkja fátæk byggði ...

Niðurlag

... kappkostum því krossinn hans að bera. Endir.

Athugasemd

13 erindi.

13.8 (131v-135r)
Dægrastytting
Titill í handriti

Dægrastytting

Upphaf

Dægrastyggin skemmta skal / skírum drottins börnum ...

Niðurlag

... læri hvor sem kýs.

Skrifaraklausa

/:Þetta er og skrifað eftir röngu og illaskrifuðu kvæði.:/ (Bl. 135r).

Athugasemd

50 erindi.

14 (135r-138r)
Jannesarríma
Titill í handriti

Hér skrifast Ríma af Jannes

Upphaf

Verður herjans varabjór / við skjáldmælinn kenndur ...

Niðurlag

... fær svo ríman enda. Finis.

Skrifaraklausa

/: Eins er þessi ríma skæruröng, samt nógu góð fyrir því til [Bús0nus?]:/ (Bl. 138r).

Athugasemd

88 erindi.

Efnisorð
15 (139r-159r)
Þorsteins saga Víkingssonar
Titill í handriti

Sagan af Þorsteini Víkingssyni

Upphaf

Logi hét maður, sumir kölluðu hann Háloga ...

Niðurlag

... Þorsteinn silgdi til Noregs og sótti föður sinn og systur.

16 (161r-178v)
Hjálmþérs saga
Titill í handriti

Sagan af Hjálmar og Ölver

Upphaf

Þessi saga byrjast af einum ágætum kóngi ...

Niðurlag

... Ölvers, Hrings og Hervarar.

Skrifaraklausa

[Þessi] saga var skrifuð eftir röngu og skærum Exempla[ri] og því er allstaðar uppástandandi að Hömrum og [en]duð 19. febrúar annó 1776 og skenkt Guðrúnu Haf[?]ardóttur til gamans af Þ. Sigurðarsyni. (Bl. 178v.)

Baktitill

og lúkum vér hér sögu Hjálmþers, [?] Ölvers, Hrings og Hervarar.

17 (Seðill II)
Vísa um dómara
Titill í handriti

Vísa um dómara /:stéttubönd:/

Upphaf

Máli réttu kallar hann / hvörgi dóma grundar ...

Niðurlag

... kallar réttu máli.

Athugasemd

Tvö erindi.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 178 + i blað (ca 195-202 mm x 151-157 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðsíðumerking á efri spássíu, sums staðar ógreinileg og horfin vegna slits/viðgerða.
  • Blaðmerkt með blýanti á neðri spássíu 1-178, seinni tíma viðbót.

Umbrot
  • Eindálka, bl. 129v-130v tvídálka.
  • Leturflötur er ca 158-175 mm x 120-140 mm.
  • Línufjöldi ca 27-39.
  • Leturflötur afmarkaður víða.
  • Síðutitlar víða.
  • Griporð víða.
  • Bendistafir v á spássíum til að merkja vísur í texta bl. 76v, 77v, 86r, 78r, 79r, 80v, 82v, 89v, 90r-91r, 99r.
Ástand
  • Fúið að hluta, og mikið gert við, skerðir texta á hornum og ytri spássíum.
  • Mörg blöð illa farin og erfið aflestrar, t.d. bl. 25v-26r.
  • Blettótt og víða skerða blettir texta, sjá t.d. bl. 5r, 6r, 11r, 12r, 15r-17r, 18r-v, 25r-28r, 33r-34r, 47r-v, 56v, 66r, 67v, 100, 113v.
  • Blek farið að dofna, skerðir texta, sjá t.d. bl. 42r, 161r.
  • Blek víða í gegn.
  • Síðutitlar skertir vegna afskurðar, sjá t.d. frá bl. 82r og áfram.
  • Eldri viðgerðir þar sem sendibréf hefur verið notað, bl. 42, 48, 49, 136-137, 138.
Skrifarar og skrift

Að mestu með hendi Þorkels Sigurðssonar á Hömrum í Hraunhreppi, kansellískrift, fljótaskrift og kansellíbrotaskrift í fyrirsögnum og nöfnum.

Skreytingar

Skreyttur upphafsstafur (7 línur) bl. 14r, (4 línur) 82r.

Bókahnútur bl. 67v, 91v, 113r.

Fyrirsagnir með kansellíbrotaskrift, bl. 1v, 14r, 27v, 51v, 56v, 68r, 82r, 91v, 103r, 106r, 113v, 114r, 126r-v, 127r, 129v, 130v, 131v, 131r, 139r, 161r.

Upphaf fyrstu línu með kansellíbrotaskrift, bl. 1v, 56v, 68r, 91v, 106r, 139r.

Flúr í kringum griporð, víða.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Neðst á spássíu á bl. 27r er skrifað með annarri hönd: Heilt fyrir lánið Helgi nú [hrygðir?] allar [Kárni?] hagsæld [beggja?] og heiðurinn hróðurinn gjörir. Arne
  • Á neðri spássíu á bl. 159r er skrifað: Bergsveinn Jónsson og Nú er ég klæddur og kominn er á ról, christus Jesús veri mitt skjól, í Guðs ótta gefi mér, að ganga í dag svo líki þér.
  • Á bl. 160v er skrifað: Þessa bók á eg með réttu og er vel að henni kominn. Til merkis að Rauðhöfðastöpum. Skeggkarl Nóason.
  • Á bl. 178v er skrifað: Þessa sögubók hefur mér verið sagt að Bergsveinn Þorkelssyni ætti, hvað eg og öngur mála efa; það væri illa gjört að láta [...] fá það og lánað að rengja það. Miklu heldur [...] hann. Bóða bók fyrir þakkað lán. Siguður Ólafsson. .
  • Spássíugreinar og athugasemdir víða, sjá t.d. bl. 18v, 21v, 29r, 41v, 42r, 44v, 86r, 87v, 90v, 117r-118r, 119r, 121v, 125r og 138r.
  • Pennaprufur, sjá t.d. bl. 1r, 41r, 47v, 50r, 62r, 68r, 78r, 105v, 106r, 106v, 113r-v, 126v, 137v, 138r-v, 159r-160v.
Band

Band frá 1961-1963 (204 mm x 162 mm x 35 mm). Pappaspjöld klædd brúnum pappír. Saurblöð fylgja bandi. Tveir safnmarksmiðar á kili. Handritið liggur í brúnni öskju (227 mm x 191 mm x 54 mm). Gyllt safnmark á kili.

Eldra band frá síðari hluta 18. aldar (202 mm x 159 mm x 48 mm). Tréspjöld klædd blindþrykktu brúnu skinni. Fremra spjald er í tveimur hlutum og fest saman með þremur járnklemmum, ryðblettir eru þar sem klemmurnar voru. Saurblöð fylgja bandi. Handritið liggur í brúnni öskju (220 mm x 178 mm x 53 mm). Gyllt safnmark á kili.

Fylgigögn
Meðliggjandi í öskju, innbundið í kartonkápu er:
  • I. Seðill (189 mm x 141 mm), tvinn, bl. 2v er autt. Efnisyfirlit.
  • II. Seðill (209 mm x 133 mm), tvinn, bl. 1v-2v eru auð. Þar er Vísa um dómara.
  • III. Seðill (198 mm x 158 mm), tvinn, bl. 1v-2v eru auð. Þar stendur: O.N.4. | Georg Stephens |Copenhagen | október 1856 | Given by Willemoës og fyrir neðan: Indleveret af Prof. | Stephens 3. október 1892..

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, einkum á árunum 1770-1776. Það er tímasett til síðari hluta 18. aldar í Katalog II 1892, bl. 610.

Ferill
  • Prófessor Stephens gaf handritið árið 3. október 1892.
  • Nöfn í handriti:
    • Á bl. 1r, stendur: Vigfús JónssonHindarstapa í Hraun hreppi Mýrasýslu., nafnið kemur aftur fyrir á bl. 138vVigfús.
    • Bl. 50r : Hervör Jónsdóttir og Jón Gísli.
    • Bl. 113v, 138v, 159r : Bergsveinn / Bergsveinn Þorkelsson.
    • Bl. 113v, 138r : Snorri Jónsson.
    • Bl. 138r-v, 160v : Sigurður / Sigurður Ólafsson.
    • Bl. 138v : Helgi.
    • Ýmis nöfn eru á bl. 160v : Guðríður Egilsdóttir, Árni Jónsson, Helgason, Jónas, Jón Thomasson, Snorri Jónsson, Skeggkarl Nóason og fleiri.
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 19. október 1995.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga
Viðgert og bundið í nóvember 1961 til janúar 1963 og aftur í október 1994 til febrúar 1995 (Morten Grønbech). Handritið er í öskju. Gamalt band fylgir í séröskju. Nákvæm lýsing á viðgerð fylgir með.
Myndir af handritinu

  • Filma af bl. 161-178 (sjá bréf með AM 109 a III 8vo).
  • Svart-hvítar ljósmyndir á NorS Sprogsamlinger frá 1988 og 1995.

Notaskrá

Titill: Sagan om Ingwar widtfarne och hans son Swen
Ritstjóri / Útgefandi: Brocman, Nils Reinhold
Umfang: s. 1-344
Höfundur: Jón Sigurðsson
Titill: Tímaríma
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Til Heiðreks sagas overleveringshistorie
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Hervarar Saga paa gammal Götska: Med Olai Verelii Uttolkning och notis
Ritstjóri / Útgefandi: Verelius, Olaus

Lýsigögn