„Saga af Rafnkeli goða“
„Á dögum Haralds konungs ens hárfagra ...“
„... báðir áttu þeir goðorðið saman og þótti vera miklir menn fyrir sér.“
„Ritað að Hömrum og endað xiv calendi Januarii MDCCLXX af Þorkatli Sigurðarsyni. (Bl. 13v).“
Og lýkur hér nú frá Hrafnkeli að segja.
„Saga af Helga og Grími Droplaugarsonum“
„Ketill hét maður er kallaður var Þrymur ...“
„... Vetri síðar er Þangbrandur prestur kom til Íslands féll Helgi Droplaugarson.“
„Þessi saga var skrifuð anno MDCCLXX og enduð 31. Decembrio að Hömrum í Hraunhrepp af Þ.S.S. (Bl. 27r).“
„Hervarar saga“
„Svo finnst skrifað í fornum bókum at Jötunaheimar voru ... “
„... hann var skamma stund kóngur. Endir.“
„Þessa sögu reit að Hömrum og endaði Knútsdag anno MDCCLXXI. Þorkell Sigurðsson. (Bl. 51r).“
Eftirrit eftir prentaðri útgáfu, Olof Verelius, Hervarar Saga paa gammal Götska frá 1672. Á bl. 50v-51r er niðja- og ættatal Hervarar, samskonar og í Verelius bls. 184-185.
„Sagan af Hákoni norræna“
„Í Noregi var forðum daga í ríkinu austur einn bóndi ...“
„... keypti hann nær aftur allar þær jarðir og er áður höfðu glutrast fyrir honum.“
Og ljúkum vér svo þessum þætti af Hákoni hinum norræna
„Sagan af Vilmundi við-utan“
„Vísivaldur hefur konungur heitið ...“
„... réðist vel hættan séða, Hjarandi hann óværan, hljóp til land syrgjandi.“
„Þessi saga var ásamt sögu Hákonar norræna rituð með skyndi að Hömrum í Hraunhrepp anno 1771 og enduð þann 24. desember af Þorkeli Sigurðarsyni. (Bl. 67v).“
„Sagan af Þórði hreðu“
„Þórður hét maður, HörðaKára son ... “
„... Höfum vér ei fleira heyrt sagt með sannleik af honum. “
„Skrifuð að Hömrum Anno 1772 og enduð 1. maí af Þorkeli Sigurðssyni. (Bl. 82r).“
Lukum vér svo sögu Þórðar Hræðu.
„Saga af Þorgrími prúða og Víglundi syni hans“
„Haraldur hárfagri son Hálfdánar svarta ... “
„... og voru allt gjöfugmenni. “
„Hún var rituð að Hömrum anno 1772 og enduð d. 13. maí af Þ. Sigurðarsyni.“
Lýkur svo þessari sögu.
„Af Hávarði Ísfirðingi“
„Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður ...“
„... þeirri kirkju grafinn og þótti verið hafa hið mesta mikilmenni.“
„Hún var rituð að Hömrum anno 1772 af Þorkeli Sigurðarsyni og enduð þann 25. maí. (Bl. 103r).“
Og ljúkum vér nú þessari sögu.
„Þáttur af Ölkofra“
„Þórhalli hét maður, hann bjó í Bláskógum á Þórhallsstöðum ...“
„... og hélst það meðan þeir lifðu og lýkur þar sögu Ölkofra.“
„Þessi þáttur var ritaður að Hömrum í Hraunhreppi og endaður d. 29. maí anno 1772 af Þ. Sigurðssyni. (Bl. 105v).“
„Tíma ríma, kveðin af Sál. Jóni Sigurðssyni, þrykkt í Kaupmannahöfn 1772.“
„Oft eru kvæðaefnin rýr, ekki á stundum parið ...“
„... allir lifi í friði.“
Eftirrit eftir Tímaríma kveðin af sál. Jóni Sigurðssyni, Kaupmannahöfn 1772, sjá hér.
215 erindi.
„Sagan af Ingvari víðförla og Sveini syni hans, þrykkt á Stokkhólmi í Svíjarríki anno 1762“
„Eiríkur hét kóngur er réði fyrir Svíþjóð, hann var kallaður Eiríkur hinn sigursæli ...“
„... Enn Klacka hafði heyrt segja hina fyrri frændur sína.“
„Þessi saga var rituð að Hömrum í Hraunhreppi eftir manuscripto eftir Mr. Árna Böðvarssonar, sem af henni orkti rímur. En hafði hana skrifað upp eftir því í Svíaríki, þrykta Exemplari, sem getur um í upphafi, hvort með eigin augum svo sá þessa skrifaði og endaði [000 nong00?] mars í 1773. Þorkell Sigurðsson. (Bl. 125v).“
Og því lyktum vér þessa sögu af Ingvari víðförla og þeim feðgum.
Eftirrit eftir Sagan om Ingwar widtfarne, Stokkhólmur 1762, sjá hér.
M.a.: Gamanvísur um Gísla í Hítarnesi og tíkina Tátu eftir Árni Böðvarsson, Vísa hr. Sveins lögmanns um Árna Böðvarsson, Varúðarslagur eftir Hálfdan Einarsson, kveðinn móti Varúðargælu, Tófubragur, Ekkjukvæði, Dægrastytting.
„Gamanvísur um Gísla í Hítarnesi og tíkina tátu. Mr. A.B.“
„Gísli þeysir heim í hlað / sá heiðrar presturinn ...“
„... svo hart sem kunni Tantum.“
9 erindi.
„Ejusdem Authoris“
„Farsæld dofnar og fegurðin / fátt er til huga bóta ...“
„... Táta leggst niður til fóta.“
2 erindi.
„Vísa hr. Sveins lögmanns um Árna Böðvarsson“
„Kónginn hring sá hrjáði / Haraldur hinn bráði ...“
„... hávagjöf sá þáði.“
1 erindi.
„Varúðar-slagur, kveðinn mót Varúðar-Gælu af Magister Hálfdan Einars.S. Sch.m.a H.“
„Út á djúpið einhvör dró / ekki sýndist ferjan mjó ...“
„... hramuglega[?] hafa tekið hjörva rót.“
49 erindi.
„Varúðar slagur úti er / unnir hún varúðar[daucki?] ...“
„... mætti varúðar grið.“
„Varúðar-slagur þessi er vísast sé rangur, því hann er skrifaður eftir skaruröngu og illa skrifuðu kvæði og [?] og umbreytt því sem með engu móti gat staðið við samanhangið af Þ.S.S. (Bl. 129v).“
1 erindi.
„Hér skrifast Tóu-bragur“
„Skrifað í bækur / til skemmtunar mönnum ...“
„og hafðu þökk vinur. Endir.“
„Þetta er og skrifað eftir röngu, en ríður á öngvu. (Bl. 130v).“
33 erindi.
„Ekkjukvæði“
„Utanlands í einum bý / ekkja fátæk byggði ...“
„... kappkostum því krossinn hans að bera. Endir.“
13 erindi.
„Dægrastytting“
„Dægrastyggin skemmta skal / skírum drottins börnum ...“
„... læri hvor sem kýs.“
„/:Þetta er og skrifað eftir röngu og illaskrifuðu kvæði.:/ (Bl. 135r).“
50 erindi.
„Hér skrifast Ríma af Jannes“
„Verður herjans varabjór / við skjáldmælinn kenndur ...“
„... fær svo ríman enda. Finis.“
„/: Eins er þessi ríma skæruröng, samt nógu góð fyrir því til [Bús0nus?]:/ (Bl. 138r).“
88 erindi.
„Sagan af Þorsteini Víkingssyni“
„Logi hét maður, sumir kölluðu hann Háloga ... “
„... Þorsteinn silgdi til Noregs og sótti föður sinn og systur.“
„Sagan af Hjálmar og Ölver“
„Þessi saga byrjast af einum ágætum kóngi ...“
„... Ölvers, Hrings og Hervarar.“
„[Þessi] saga var skrifuð eftir röngu og skærum Exempla[ri] og því er allstaðar uppástandandi að Hömrum og [en]duð 19. febrúar annó 1776 og skenkt Guðrúnu Haf[?]ardóttur til gamans af Þ. Sigurðarsyni. (Bl. 178v.)“
og lúkum vér hér sögu Hjálmþers, [?] Ölvers, Hrings og Hervarar.
„Vísa um dómara /:stéttubönd:/“
„Máli réttu kallar hann / hvörgi dóma grundar ...“
„... kallar réttu máli.“
Tvö erindi.
Að mestu með hendi Þorkels Sigurðssonar á Hömrum í Hraunhreppi, kansellískrift, fljótaskrift og kansellíbrotaskrift í fyrirsögnum og nöfnum.
Skreyttur upphafsstafur (7 línur) bl. 14r, (4 línur) 82r.
Bókahnútur bl. 67v, 91v, 113r.
Fyrirsagnir með kansellíbrotaskrift, bl. 1v, 14r, 27v, 51v, 56v, 68r, 82r, 91v, 103r, 106r, 113v, 114r, 126r-v, 127r, 129v, 130v, 131v, 131r, 139r, 161r.
Upphaf fyrstu línu með kansellíbrotaskrift, bl. 1v, 56v, 68r, 91v, 106r, 139r.
Flúr í kringum griporð, víða.
Band frá 1961-1963 (204 mm x 162 mm x 35 mm). Pappaspjöld klædd brúnum pappír. Saurblöð fylgja bandi. Tveir safnmarksmiðar á kili. Handritið liggur í brúnni öskju (227 mm x 191 mm x 54 mm). Gyllt safnmark á kili.
Eldra band frá síðari hluta 18. aldar (202 mm x 159 mm x 48 mm). Tréspjöld klædd blindþrykktu brúnu skinni. Fremra spjald er í tveimur hlutum og fest saman með þremur járnklemmum, ryðblettir eru þar sem klemmurnar voru. Saurblöð fylgja bandi. Handritið liggur í brúnni öskju (220 mm x 178 mm x 53 mm). Gyllt safnmark á kili.
Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 19. október 1995.