Manuscript Detail

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,G,1-4

Fjögur skjöl er varða Ásbjörn Guðmundsson í Ólafsvík

Language of Text
Icelandic (primary); German; Danish

Contents

1 (1r-2v)
Fjögur skjöl er varða Ásbjörn Guðmundsson í Ólafsvík
Text Class
1.1 (1r)
LXXVI,G,1. Kaupmáli
Incipit

Í nafni heilagrar þrenningar framfór og var auglýstur og staðfestur slíkur gjörningur og skilmáli til löglegs ektaskapar undirbúnings …

Note

Afrit af kaupmála milli Ásbjarnar Guðmundssonar og Orms Vigfússonar, sem gefur Ásbirni dóttur sína Guðrúnu, dags. June 02, 1649.

Fyrir neðan afritið votta Páll Bjarnarson og Halldór Guðmundsson að rétt hafi verið eftir frumbréfi ritað í Ólafsvík þann May 18, 1674.

1.2 (1v-2r)
LXXVI,G,2. Gjafabréf
Incipit

Wi denn hellige treføldigheds Nafnn Amen: Denn ypperlige …

Note

Afrit af gjafabréfi Ásbjarnar Guðmundssonar til Friðriks þriðja Danakonungs, dags. November 19, 1663. Með hendi Jóns Steinþórssonar.

Með fylgir seðill, merktur með blýanti „ad LXXVI G2“, þar sem Sigurður Jónsson vottar að rétt sé ritað eftir frumbréfi þann May 23, 1690. Fyrir neðan það vottar Bent(?) Lauritzson það sama, dags. May 27, 1690 og loks vottar Brynjólfur Erlingsson það sama, sama dag.

1.3 (1r-1v)
LXXVI,G,3. Eignaskrá
Incipit

Eftir því að sálugi Ásbjörn Guðmundsson er nú fyrir tímanlegan dauða afgenginn, og af drottni burt kallaður af þessari veröldu þann 16. decembris eftir sínum guðdómlegum vilja …

Note

Eignaskrá, frumbréf, undirritað af Jakobi Benediktssyni, Guðrúnu Ormsdóttur, Sigurði Halldórssyni, Þorgils Jónssyni og fleirum, dags. December 22, 1673.

Á 2v er utanáskriftin „Guðrún Ormsdóttir udi Ólafsvík og langinde SC: Ásbjörn Guðmundsson anno 1673“.

1.4 (1r-2r)
LXXVI,G,4. Eignaskrá
Incipit

Anno 1674 þann 7 febrúarí kom æruverðugur Jakob Benediktsson konglig majestats sýslumaður yfir Snæfellsnesssýslu í Ólafsvík að sjá og yfirskoða …

Note

Skrá yfir eignir Ásbjarnar Guðmundssonar sem Jakob Benediktsson sýslumaður og fleiri menn meta, dags. February 07, 1674. Undir votta Jakob, Guðrún Ormsdóttir og þrír aðrir menn.

Á 2r er annar listi svipaðs eðlis, dags. 19. maí 1674.

Neðst á 2r er ritað með fjólubláum blýanti, sennilega af Guðmundi Þorlákssyni: „NB. Þetta bréfið hefur efl. verið skr. fyrst. (G.Þ.)“

Physical Description

Support

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1: skjaldarmerki, ljón í tvöföldum hringi með kórónu, sverði og ör (IS5000-DIF-LXXVI-G1-4_1), bl. 1. Stærð: 107 x 78 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 73 mm.

    Notað frá 1673 til 1690.

  • Vatnsmerki 2: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes krossi, 3 hringir (IS5000-DIF-LXXVI-G1-4_2), bl. 2. Stærð: 90 x 49 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 67 mm.

    Vatnsmerki 2 (afbrigði) (IS5000-DIF-LXXVI-G1-4_5), bl. 5. Stærð: 88 x 47 mm.

    Notað frá 1673 til 1690.

  • Vatnsmerki 3: fangamark SF og kóróna í lárviðarsveig (IS5000-DIF-LXXVI-G1-4_3), bl. 3. Stærð: 80 x 78 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 89 mm.

    Notað frá 1673 til 1690.

  • Vatnsmerki 4: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes krossi, 3 hringir (IS5000-DIF-LXXVI-G1-4_4), bl. 4. Stærð: 103 x 56 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 72 mm.

    Notað frá 1673 til 1690.

No. of leaves
Níu blöð (2+3+2+2) (320-326 mm x 203-210 mm) (seðillinn "ad LXXVI G2" er 140 x 173 mm).
Layout

  • Eindálka.
  • Leturflötur er breytilegur.
  • Línufjöldi er breytilegur.

Condition
Texti þar sem blöð hafa verið brotin saman hefur stundum skemmst, sérstaklega í LXXVI G, 2 þar sem viðgerð hefur einnig að hluta til lýst upp blekið og gert það illlæsilegt.
Script
Níu hendur auk eiginhandaráritana.

I. G,1 (1r): Óþekktur skrifari, léttiskrift.

II. G,1 (1r): Sigurður Jónsson, fljótaskrift.

III. G,2 (1r-2r): Jón Steinþórsson, fljótaskrift.

IV. G,2 ad (1r): Sigurður Jónsson, léttiskrift.

V. G,2 ad (1r): Bent Lauritzson, léttiskrift.

VI. G,2 ad (1r): Brynjólfur Erlingsson, léttiskrift.

VII. G,3 (1r): Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

VIII. G,4 (1r-v): Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

IX. G,4 (2r): Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Additions

Með fylgir blað, brotið í tvennt, sem notað hefur verið sem umslag utan um hin blöðin. Á það er ritað með hendi Árna Magnússonar: „Documenter om Asbiørn i Olafsviig. Fra Jon Jonsson a lysehole.“

Binding

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

History

Origin
Blöðin voru skrifuð á Íslandi 1673-1690.
Acquisition
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Additional

Record History

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 26. apríl 2017. ÞÓS skráði July 16, 2020. EM uppfærði vatnsmerkin June 13, 2023.

Surrogates

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Metadata
×

Metadata