Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,28

Jarðakaupabréf fyrir Haukaberg á Barðaströnd og Lambadal í Dýrafirði ; Ísland

Innihald

(1r-2r)
Jarðakaupabréf fyrir Haukaberg á Barðaströnd og Lambadal í Dýrafirði
Upphaf

Anno 1654, þann 21. dag októbris að Holti í Önundarfirði, vorum vér eftirskrifaðir menn, Gísli Jónsson, Sæmundur Eggertsson og Jörundur Pétursson, til vitnis kallaðir að heyra á orð og sjá upp á handsöl þessara manna …

Athugasemd

Bjarni Jónsson selur Magnúsi Magnússyni jörðina Haukaberg á Barðaströnd og á móti selur Magnús Bjarna jörðina Minna-Lambadal í Dýrafirði, dags. 21. október 1654.

Utanáskrift á 2v: Kaupbréf Magnúsar Magnússonar og Bjarna Jónssonar fyrir 13 hundruð í Haukabergi og 12 hundruð í Lambadal. Anno 1654.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (200 mm x 164 mm). Bl. 2r-2v eru að mestu auð.
Ástand

Brotalínur.

Skrifarar og skrift

Ein hönd auk undirskrifta. Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað á bl. 1r.

Blaðsíðutöl eru rituð á efri horn bl. 1r og 2r, annars vegar 91 og hins vegar 94.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 1654.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 24. maí 2018.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn