Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,27

Hómilíutexti á Latínu og íslensk fornbréf ; Ísland, 1200-1584

Tungumál textans
latína (aðal); íslenska

Innihald

1 ( 1r-2v )
Hómilíutexti á Latínu og íslensk fornbréf
1.1 (1r-1v)
Hómilía
Upphaf

…uiter cuncta concludam.

Niðurlag

... vidue filius qui mortuus est et a domino ...

Athugasemd

Latínutexti

Hluti textans á bl. 1r hefur verið skafinn upp en sést þó vel.

Efnisorð
1.2 (2r)
Fyrra Kálfafellsbréf
Upphaf

Svo miklir peningar voru á Kálfafelli í Fljótshverfi ...

Niðurlag

... undir 10 hesta járn 2 dúkar 15 fjórðungar smjörs.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn XII. nr. 192, bl. 263-264. Reykjavík 1909-1913

Athugasemd

Eignarskrá Kálfafellskirkju í Fljótshverfi er síra Sveinn Árnason tók við.

Efnisorð
1.3 (2r)
Síðara Kálfafellsbréf
Upphaf

Anno domini 1584 meðtók ég Jón Hakason ...

Niðurlag

... krókar pundari 20 grindur 2 nafrar 15 fjórðungar smjörs. Anno domini 1557.

Efnisorð
1.4 (2v)
Brot úr bréfi
Upphaf

... [...] Kálfafellsfjara ...

Niðurlag

... 18 [...] í fjöru.

Athugasemd

Leifar af fornbréfi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
Tvinn (2 blöð) (84–89 mm x 138-160 mm).
Umbrot

Eindálka. 29 línur á bl. 1r og bl. 1v, 35 á bl. 2r og 3 á bl. 2v.

                               
Ástand
  • Bl. 1r og bl. 2v er blettótt, bl. 2r einnig en þó minna. Skinn er nokkuð slétt og ljóst.
  • Hluti af bl. 1r hefur verið skafinn upp svo texti á neðri hluta blaðsins er daufur.
  • Bl. 2v hefur upphaflega verið autt. Um þrjár línur af illlæsilegum texta eru efst á blaðinu en þar fyrir neðan má greina daufar leifar af texta á um níu línum til viðbótar sem mögulega hefur verið skafinn upp. Sá texti virðist nokkuð ungur, minnir á efri íslenska textann á bl. 2r en þó ekki sami skrifari. Þar eru einnig tvær rauðleitar teikningar af dýri.
  • Bl. 1v virðist nær alveg óskert. Grænn upphafsstafur hefur brunnið nokkuð í gegn.
  • Einhver viðgerð hefur farið fram þar sem límt hefur verið yfir rifur, en viðgerðirnar hafa ekki áhrif á lesmál. Strikað hefur verið með blýanti undir sum orð og línur í bréfunum.
 
Skrifarar og skrift

Fjórar hendur.

Skreytingar

Teikningar með rauðu bleki á bl. 2v. 2 dýr fyrir miðju, hvort fyrir ofan annað. Þau eru ferfætt, með hala og langan háls. Mögulega hestar, drekar eða geitur.

Rauðir og grænir upphafsstafir í latínutextanum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á bl. 2r hefur verið bætt við lok fyrra bréfsins: item 2 nafrar item bakstursjárn.

Uppruni og ferill

Uppruni
Fornbréfin voru skrifuð á Íslandi en óvíst hvort Latínutextinn hafi verið skrifaður á Íslandi eða tilheyrt innfluttri bók. Latínutextinn er mjög fornlegur og gæti verið frá 12. öld. Fyrra bréf er skrifað 1557, hið seinna 1584.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
 

SHH skráði 19. júlí 2021 og ÞEJ jók við og lagfærði 4. janúar 2023.

                                                                   

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn