Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXV,1

Skipan Sæmundar Ormssonar og biblíutextar á latínu ; Ísland

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1 ( 1r-1v )
Skipan Sæmundar Ormssonar og biblíutextar á latínu
Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn I. nr. 137, bl. 532–537. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Brot

Skipan Sæmundar gæti verið uppkast skrifað á autt blað sem hefur verið síðasta blað kirkjubókar á latínu. Latínutextinn er því trúlega eldri en sá íslenski.

1.1 (1v)
Biblíutexti á latínu
Upphaf

… ubi positus erat dominus …

Niðurlag

… per dominum nostru […].

Efnisorð
1.2 (1r)
Skipan Sæmundar Ormssonar (brot)
Upphaf

Þetta er skipan Sæmundar …

Niðurlag

… vætta eða meira þá er það …

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Skinn.

Blaðfjöldi
1 blað (235 mm x 160 mm).
Umbrot

Eindálka. 25 lína á bl. 1r en 31 á bl. 1v.

Leturflötur á bl. 1r er 165 mm x 110 mm Á blaði 1v er leturflötur 210 mm x 115 mm

Ástand
Skinn er dökkt og jaðrar nokkuð tættir en á þeim hefur farið fram e.k. viðgerð. Slétt. Blek á bl. 1v er nokkuð skýrt en máðara á bl. 1r.
Skrifarar og skrift

Óþekktir skrifarar.

Skreytingar

Leifar af rauðum upphafsstöfum á bl. 1r.

Fylgigögn
Fylgiseðill Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna fylgir með.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið er ekki dagsett en Skipan Sæmundar Ormssonar er samin á tímabilinu 1242–1251. Skrift og stafsetning benda til 13. aldar. Latínutextinn er fornlegur og gæti verið frá fyrri hluta 13. aldar. Sjá þó Ole Widding (1960:19) sem telur það um 50 árum yngra.

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Á fylgiseðli kemur fram að blaðið hafi verið límt utan á spjaldið á Lögbók Einars Ísleifssonar á Reykjum í Mosfellssveit. Bókin var í láni frá Hálfdáni Jóns fyrri lögrréttumanni á Reykjum í Ölfusi. Þar tók Oddur Sigurðsson þetta blað af spjaldinu. Relatio bæði Odds og Hálfdánar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

SHH skráði 28. júlí 2021. ÞEJ lagfærði og jók við 19. desember 2022.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið Árnastofnunar
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXV,1
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn