„Það gjörum vér Jón Narfason og annar Jón Narfason, Jón Ólafsson, Markús Sveinsson, Teitur Jonsson og Erlingur Jónsson góðum mönnum …“
„… fyrrnenfndra dómsmanna innsiglum fyrir þetta dómsbréf hvert er skrifað var á Kirkjubóli í Langadal in cathedra santci Petri apostoli, á sama ári og fyrr segir.“
Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 430, bl. 514-515. Reykjavík 1909-1913.
Dómur sex manna útnefndur af Ólafi Guðmundssyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness um ákærur Einars Jónssonar í umboði Valgerðar Einarsdóttur til Jóns Stulusonar, að hann hefði setið á ótekinni jörðunni Veðraá hinni meiri í Önundarfirði, með þeim fleiri greinum er bréfið hermir (DI IX:514).
Skrifari er óþekktur.
Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „domur um udra áa er geck aa mosuollum“.
Á einum innsiglisvþengnum eru leifar á skrift og má greina þessi orð: „annar jon narfason...“
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 20 mm).
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Dómurinn var gerður á Mosvöllum í Önundarfirði 1. febrúar 1530 en bréfið var skrifað á Kirkjubóli 22. febrúar sama ár.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.