Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,20

Jarðakaupabréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Vér Jón med guðs náð biskup á Hólum gjörum góðum mönnum kunnigt með þessu voru opnu bréfi …

Niðurlag

… mánudaginn næstan eftir fardagaviku, árum eftir guðs burð þúsund fimmhundruð tuttugu níu ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 408, bl. 490. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Jón Arason biskup gefur Ara Jónssyni, syni sínum, jarðirnar Holtastaði í Langadal, Vatnahverfi, Lækjardal, Sæunnarstaði, Strúg og Refstaði með því sem jörðunum fylgir (DI IX:490).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (95 mm x 170 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 55 mm x 150 mm
  • Línufjöldi er 10.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfritara: „holltastadabref sem Byskup Jon gaf Ara holltastade Anno 1529“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Innsigli er ekki varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Hólum 7. júní 1529.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 21. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn