Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,18

Jarðakaupabréf ; Noregur

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Það bekennist að eg Jóhann Kruko með þetta mitt opna bréf, að eg hefi …

Niðurlag

… fyrir þetta jarðakaupsbréf skrifað var í Berín, miðvikudaginn næstan fyrir festum sancti Gregorí paui, anno domini þúsund fimmhundruð tuttugu og níu.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 401, bl. 483-484. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Jóhann Kruko selur Ögmundi biskupi í Skálholti þær jarðir og þá peninga sem Björn Þorleifsson seldi og fékk Hans Kruko, bróður Jóhanns, til fullrar eignar, sóknar og sekta fyrir 600 mörk í öllum flytjanda eyri, með þeim sölum er bréfið greinir (DI IX:483).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (155 mm x 185 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 115 mm x 155 mm
  • Línufjöldi er 19.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með tveimur höndum: „kaupmalabref biskup augmundar og iokan kruko“ og „vm jardagoss hans kruku“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Innsigli er ekki varðveitt en innsiglisþvengurinn hangir við bréfið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað í Noregi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Björgvin 10. mars 1529.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 21. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn