Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,17

Jarðakaupabréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Vér Ögmundur með guðs náð biskup í Skálholti …

Niðurlag

… fyrir þetta bréf skrifað í Skálholti ipso die sancte Piraxedis virginis, anno domini þúsund fimmhundruð tuttugu og átta.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 375, bl. 452-453. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Ögmundur biskup selur Eireki Torfasyni bónda jörðina Gröf í Áverjahrepp en fær í staðinn jörðina Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Grafarbakka geldur biskup síðan síra Jóni Héðinssyni í ráðsmannskaup um þrjú ár fyrir dómkirkjuna í Skálholti (DI IX:452).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (145 mm x 220 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 85 mm x 155 mm
  • Línufjöldi er 11.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Innsigli er ekki varðveitt en innsiglisþvengurinn hangir við bréfið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Skálholti 19. maí 1528.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 21. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn