„In nomine domini amen lýstist og staðfestist svo felldur kaupmáli …“
„… á Holtastöðum í Langadal, föstudaginn næsta eftir messudag Matthíasar postula, ári seinna en fyrr segir.“
Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 387, bl. 466-467. Reykjavík 1909-1913.
Kaupmáli vegna brúpkaups Koðráns Ólafssonar og Guðnýjar Brandsdóttur í Holti í Fljótum. Vottar að kaupmálanum voru Jón Arason biskup, séra Þorsteinn Jónsson, séra Þormóður Snorrason, séra Jón Brandsson, séra Grímur Jónsson, Þorsteinn Guðmundsson og Thómas Brandsson (DI IX:466).
Skrifari er óþekktur.
Á blaði 1v með annarri hendi bréfritara: „festingar bref kodranar“.
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (370 mm x 290 mm x 20 mm).
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Brúðkaupið var haldið í Holti í Fljótum 30. ágúst 1528 en bréfið var skrifað á Holtstöðum í Langadal 25. febrúar 1529.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.