Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,11

Jarðakaupabréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Það gjörum vér Þorsteinn Gunnarsson, Þormóður Snorrson prestar, Marteinn Einarsson og Jón Hallsson góðum mönnum kunnigt …

Niðurlag

… á Hólum í Hjaltadal, in certa domini á sama ári sem fyr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 370, bl. 447-448. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Jón Arason biskup selur Páli Grímssyni bónda jarðirnar Glaumbæ í Reykjadal og Halldórsstaði í Laxárdal og hálfa jörðina Hallbjarnarstaði í Reykjadal og hálfa jörðina Björg í Kinn og þar til eina tuttugu hundraða jörð sem þeim semdi en í mót fékk biskup jörðina Hof á Höfðaströnd með Ytri-Brekku, Syðri-Brekku og Hraun. Galt Páll kirkjunni á Hofi jarðirnar Þrastastaði og Svínavelli á Höfðaströnd (DI IX:447).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (145 mm x 195 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 100 mm x 165 mm
  • Línufjöldi er 18.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „kaupbref Biskups Jons og Pals vm Glaumbæ: 1528“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað á Hólum í Hjaltadal 9. apríl 1528.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 20. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn