Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,9

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,9 ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf, falsbréf
Upphaf

Það gjörum vér Helgi Jónsson, Jón Höskuldsson og Sveinbjörn Steinbjörnsson góðum mönnum …

Niðurlag

… í Flatey á Breiðafirði in die translacionis sanctí Edmundi, anno domini millesímo quingentesímo xx septímo.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 358, bl. 436-437. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Vitnisburðarbréf um lofan Björns Þorleifssonar við þá mága sína Eyjólf Gíslason, Grím Jónsson og Guðmund Andrésson, er heimtu að honum föðurarf kvenna sinna, svo og við Kristínu systur sína, er og heimti föðurarf sinn (DI IX:436).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (140 mm x 205 mm)
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca. 120 mm x 170 mm
 • Línufjöldi er 23.

Ástand
Gert hefur verið við rifu langsum á bréfinu ofarlega vinstra megin sem skerðir letur örlítið.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „bref um lofan biarnar þorleifssonar vit maga sína grím og eyiolf“.

Á öðrum innsiglisþvengnum eru leifar á skrift og má greina þessi orð: „handaband þeirra biarnnar amundasonar ok baudu[ar]s eyolfssonar ad suo fyrir skyld...

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (370 mm x 290 mm x 20 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Flatey á Breiðafirði 20. nóvember 1427.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 20. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

 • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,9
 • Efnisorð
 • Vitnisburðarbréf
  Fornbréf
 • XML
 • Opna XML færslu  

Lýsigögn