Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,6

Transskript á dómsbréfi. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Transskript á dómsbréfi.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eða heyra senda Jón Magnússon, Jón Þórðarson, Vigfús Þórðarson, Jón Ólafsson, Brandur Guðmundsson, Snæbjörn Gíslason, Ásmundur Clemensson, Guðmundur Guðmundsson, Brandur Ólafsson, Sigurður Ívarsson, Þórður Þorsteinsson og Salamon Einarsson svarnir lögréttumenn …

Niðurlag

… með vorum fyrrgreindra dómsmanna innsiglum fyrir þetta dómsbréf skrifað í sama stað og ári degi síðar en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 123, bl. 148-151. Reykjavík 1909-1913

Athugasemd

Tylftardómur útnefndur á Öxarárþingi af Hannesi Eggertssyni hirðstjóra um Sveinsstaðareið Teits Þorleifssonar bónda og átján fylgjara hans, högg þeirra og slög, orð og atvik, svo og skot og skemmd, er Grímur Jónsson veitti Teiti á þeim fundi (DI IX:148).

Á eftir bréfinu fylgja þrír vitnisburðir, tveir eru transskript og samtíða dómnum, annar frá Erlendi Þorvarðssyni og hinn frá Hannesi Eggertssyni. Þriðji er yngri en þar vitna um lestur bréfsins Þorsteinn Þorleifsson, Jón Björnsson, Bjarni Torfason, Ólafur Narfason, Pétur Arason og Jón Loptsson.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (290 mm x 395 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 205 mm x 325 mm
  • Línufjöldi er 34.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með tveimur höndum „þetta er domur teizt bonda þolleifssonar vm Sueinstada rett“ og „Transscritpum nockurra brefa um Sveinstadar fund 1523. giort 1527“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Frumbréfið var gert á Öxárárþingi 30. júní 1523 en transskriptið í Skálholti 13. júlí 1527.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 15. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLVI,6
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Dómar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn