Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,15

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,15 ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dóms- og úrskurðarbréf.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eða heyra senda Stephán með guðs náð biskup í Skálholti, Vigfús Erlendsson, lögmann yfir allt Ísland, bróðir Ögmundur með sannri náð ábóti í Viðey, Helgi Jónsson, Pétur Mikelsson, Þórður Guðmundsson, Þorleifur Eireksson og Þorlákur Landbjartsson kennimenn Skálholtsbiskupdæmis, Narfi Sigurðsson, Jón Hallsson, Brandur Einarsson, Jón Magnússon, Ólafur Ásbjarnarson, Arnbjörn Einarsson og Ólafur Jónsson svarnir lögréttumenn …

Niðurlag

… Og til sanninda hér um settu biskupinn og lögmaðurinn sín innsigli með vorum fyrrgreindra manna innsiglum fyrir þetta dómsbréf og úrskurðar, skrifað í sama stað, degi og ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 463, bl. 604-606. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Dómur Stepháns biskups og Vigfúsar Erlendssonar lögmanns um það að Björn Þorleifsson hafi löglega greitt skuld sína við Hans Kruko og hústrú Sunnifu í hönd Pétri Pálssyni presti, sendiboða Gottskálks biskups, og sé hann við hana skilinn, en Björn Guðnason hefur haldið þessum peningum ranglega, og dæmdist hann til að standa skil á fjánum og þola sektir, sem bréfið hermir (DI VIII:604).

Bréf sama efnis og AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,14.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (185 mm x 330 mm)
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca. 140 mm x 275 mm
 • Línufjöldi er 23.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „bref hans krwko vm bítaling vt af birnunum birne thorleifssyni og birne gudna syni“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (515 mm x 415 mm x 20 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað í Skálholti 18. febrúar 1517.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 13. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

 • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,15
 • Efnisorð
 • Dómar
  Fornbréf
 • XML
 • Opna XML færslu  

Lýsigögn