Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,5

Dómsbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Pétur Loftsson, Einar Brynjólfsson, Gísli Hákonarson, Þorsteinn Þorláksson, Sæmundur Símonarson, Höskuldur Rúnólfsson, Þorvarður Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Gunnsteinn Oddsson, Sigfús Einarsson, Björn Ingimundarson og Sigurður Finnbogason …

Niðurlag

… miðvikudaginn næstan eftir Marteinsmessu á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 457, bl. 598-599. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Tylftardómur útnefndur af Jóni Ásgrímssyni, konungs umboðsmanni í Vaðlaþingi, um kaup Sturlu Magnússonar af Katli Þorsteinssyni á jörðinni Syðragarði í Dýrafirði (DI VIII:598).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (155 mm x 245 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 110 mm x 210 mm
  • Línufjöldi er 19.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „Domr er dæmdur war j eyafirde vm gard“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Allir tólf innsiglisþvengir hanga við bréfið og fimm innsigli, nokkuð heilleg.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Dómurinn var gerður í Spjaldhaga 4. nóvember 1516 en bréfið var skrifað á Möðruvöllum 12. nóvember sama ár.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 13. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLIII,5
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Dómar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Dómsbréf.

Lýsigögn