Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,18

Jarðakaupabréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupabréf.
Upphaf

Það gjörum vér Sigurður Finnbogason, Einar Brynjólfsson, Höskuldur Runólfsson, Jón Þorláksson, Ormur Stullason góðum mönnum …

Niðurlag

… fyrir þetta jarðakaupsbréf er skrifað var á Espihóli í Eyjafirði á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 376, bl. 487-488. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Þorsteinn Finnbogason selur Jóni Ásgrímssyni jarðirnar Hvamm á Galmaströnd, Haga á Árskógsströnd og Einarsstaði í Kræklingahlíð, en Jón leggur á móti Breiðamýri í Reykjadal, Voga og Haganes við Mývatn og þar til Kálfborgará eða Bjarnastaði í Bárðadal (DI VIII:487).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (120 mm x 280-285 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 95 mm x 245 mm
  • Línufjöldi er 15.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „Vmm Huamm a Galma strönd og Einars stade j kræklingahlid“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Innsiglisþvengirnir fimm eru fastir við bréfið en innsiglin eru ekki varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Espihóli í Eyjafirði eftir 23. maí 1514.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 10. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn