Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,32

Dómsbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf.
Upphaf

Þeim góðum mönnum góðum mönnum [svo] sem að þetta bréf sjá eður heyra senda Magnús Þorkelsson, Höskuldur …

Niðurlag

… fyrir þetta dómsbréf er gjört var í sama stað, dag og ár sem fyrr seg…

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 729, bl. 807-810. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Bréfið er skert og hefur verið skorið í sundur að helmingi, hinn helmingur er glataður.

Dómur sex manna útnefndur af Finnboga Jónssyni lögmanni um kröfu hans til Þorgríms Björnssonar upp á jörðina Haga í Árskógssókn, er Eiríkur Loptsson hafði átt, síðan Sveinn Sumarliðason, sonarsonur Eiríks, þá Guðrún dóttir hans, því næst Guðríður Finnbogadóttir, og nú taldi Finnbogi lögmaður sér (DI VII:807).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (205 mm x 215 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 145 mm x 185 mm.
  • Línufjöldi er 31.

Ástand
Bréfið er skert.
Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „Bref Um Haga“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað 1505 en vegna þess hve skert það er er óljóst hvar það var skrifað.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 11. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,32
  • Efnisorð
  • Dómar
    Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Dómsbréf.

Lýsigögn