Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,7

Transskriptarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Transskriptarbréf.
Upphaf

Það gjörum vér séra Ari Guðlaugsson …

Niðurlag

… í Keldudal í Dýrafirði árum eftir Guðs burð þúsund fimm hundruð og fjögur ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 678, bl. 740-741. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Uppskrift fimm bréfa með vottun um að Pétur Sigfússon og Þorlákur Ögmundarson hafa séð bréfin og lesið yfir. Frumrit bréfanna eru ekki varðveitt. Bréfin eru eftirfarandi:

 • Kaupbréf Jóns Gissurarsonar fyrir Hrauni í Keldudal 1479 (DI VI:740-741).
 • Kvittunarbréf Bjarna Þórarinssonar um andvirði Hrauns 1480 (DI VI:267).
 • Kaupbréf Herdísar Einarsdóttur fyrir Höfða í Dýrafirði 1460 (DI V:222).
 • Kvittunarbréf Indriða Hákonarsonar um andvirði Höfða 1461 (DI V:233).
 • Bréf um Vatnsdal 1475 (DI V:806).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (176 mm x 220 mm).
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca. 145 mm x 190 mm.
 • Línufjöldi er 35.

Ástand
Bréfið hefur verið brotið saman og er ein áberandi rák þvert yfir miðju bréfsins og þrjár langsum. Dökkir blettir hafa myndast þar sem rákirnar mætast.
Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað að Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 1504.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 8. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

 • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,7
 • Efnisorð
 • Fornbréf
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn