Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI,7

Dómsbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Marteinn Jónsson, Arngrímur Ljótsson Böðvar Ingimundarson, Guðmundur Guðmundsson, Brandur Atlason, Oddur Þorvaldsson, Bjarni Björnsson, Einar Bárðarson, Hallvarð Eireksson, Helgi Erlendsson, Einar Eyvindsson og Eyjólfur Þorsteinsson …

Niðurlag

… upp á Vitusmessudag um vorið á sama ári og fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 576, bl. 602-603. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Dómur útnefndur af Einari Oddssyni, konungs umboðsmanni í Húnavatnsþingi, um það, hvort Einar skyldi með lögum halda þeim umboðum, sem Gottskálk Þorvaldsson og Illugi Þorsteinsson vegna Þóru Gottskálksdóttur höfðu fengið honum á arfi Guðrúnar Jónsdóttur eftir foreldar sína (DI VII:602).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (65 mm x 365 mm).
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca. 50 mm x 345 mm.
 • Línufjöldi er 10.

Ástand

Gert hefur verið við talsvert af litlum götum í bréfinu og eru því sumir stafir ólæsilegir.

Bréfið er fremur dökkt og skriftin máð þar sem það hefur verið brotið saman

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr. (420 mm x 520 mm x 20 mm)

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Skarði 15. júní 1502.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 26. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

 • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI,7
 • Efnisorð
 • Dómar
  Fornbréf
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
 1. Dómsbréf.

Lýsigögn