Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. IX a1

; Staðurinn er Ríp í Hegranesi

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 ( 1r-1v )
Athugasemd

Brot

1.1 (1r)
Upphaf

... Öllum góðum mönnum þem sem þetta bréf sjá eður heyra ...

Niðurlag

... og gjört í stað degi og ári sem fyrr segir ...

Efnisorð
1.2 (1v)
Athugasemd

Á bl. 1v stendur: „littera super ripam“ með hendi frá um 1500. Þar stendur með annarri hendi: „J norrænu um Jondina Rip.“ með hendi frá sama tíma. Með hendi frá um 1700 stendur: „Ryp feingenn herra Jone Gunn wilhialms syne.“ Einnig hefur gamalt skráarnúmer verið ritað: „Num 515 ,sk´“ efst í vinstra horni.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
                                    

Skinn.

                                
Blaðfjöldi
1 blað (165 mm x 220 mm).
Umbrot
                                    

Eindálka.

                                    

Leturflötur er 140 mm x 177 mm.                                     

                                                                    
Ástand
Blettótt. Heilt. Hefur verið brotið saman. Lesflötur óskertur og blek er skýrt. Innsiglisþvengir og innsigli í misjöfnu ástandi.
Skrifarar og skrift

Jón Egilsson.

Skreytingar

Upphafsstafur stærri og virðist skreyttur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

„Öllum“ sést einnig ritað ofar á bl. 1r, efst í vinstra horni, en skrifari virðist hafa séð sig um hönd og tekið að rita neðar.

Innsigli

Þvengur nr. 1 er auður strimill.

Þvengur nr. 2. Á þvengnum eru latnesk orð. Með sömu hendi er skrifað aa, am og amen. Á honum er einnig heillegt varðveitt innsigli. Á því stendur SG. SVEINBIRNI ÞORDS í hring utan um mynd sem sýnir hlut sem líkist tímaglasi.

Nr. 3 er strimill með texta. Aðeins hefur brotnað upp úr innsigli svo það er illlæsilegt.

Nr.4 og 5 eru einungis tómar rifur.

Nr. 6 er mjög vel varðveitt innsigli. Á því stendur S THOMAS:PIIS: og í miðju er tákn með þríhyrningum og línum.

Nr. 7. Efri helmingur innsiglis er brotinn og það er illlæsilegt. Í miðju er mynd þar sem lárétt strik gengur í gegnum þrjú lóðrétt strik. Lóðrétta strikið í miðjunni hefur möndlulaga form á endanum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Tímasett til 1491, 24. mars.. Staðurinn er Ríp í Hegranesi.                        Hafði verið sett í kópíu-bók Hóladómskirkju sem Hr Þorlák bisskup lét skrifa 1641-1642.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
                                    

SHH skráði 6. ágúst 2021.

                                                                    
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið Árnastofnunar
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. IX a1
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×

Lýsigögn