Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. VI,11

Kaupbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Kaupbréf.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Skúli Þorsteinsson, Bergur Skeggjason prestar …

Niðurlag

… in octava sanctorum innocencium martirum, ári síðar en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 570, bl. 681. Kaupmannahöfn 1896

Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 157. Bréf nr. 126. København 1963.

Athugasemd

Sæmundur Þorsteinsson kaupir af Þórálfi Eilífssyni jörðina Sigluvík, en geldur aftur Þórálfi jarðirnar Tungu í Bárðardal og Öxará og nokkurt lausafé að auki.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (120-130 mm x 178-190 mm
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca. 90-105 mm x 155-165 mm
 • Línufjöldi er 19.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v stendur „Bref fyrer Sygluuyk“ skrifað með 17. aldar hendi. Einnig eru tveir lausir seðlar með hendi Árna Magnússonar en aðeins annar varðar þetta bréf. Á öðrum seðlinum stendur: „Fra Eggert Snæbiornssyne ä kirkiubole 1708“. Á hinum stendur: „þetta er af brefum þeim er Halldor Einarsson feck 1707. i Junio hia Benedikt Skulasyne og gaf mer ä Alþinge sama ar, er manifeste fra Sr. Skula. er ennu öskrifad“. Fyrri seðillinn er nefndur í Íslenzku fornbréfasafni en sá seinni ekki. Á seinni steðlinum er þó ritað „VI. 11“ með penna. Líklegra er að sá seðill eigi heima með nefndu bréfi. Halldór Einarsson er án efa H. E. sýslumaður í Þingeyjarsýslu, hvers kona var Margrét Skúladóttir og átti bróður sem hét Benedikt. Faðir þeirra var Skúli Þorláksson að Grenjaðarstað. Þessi þrjú tengjast öll Þingeyjarsýslu og það gerir bréfið sjálft líka. Hins vegar tengist Eggert Snæbjörnsson Vestfjörðum og bjó um tíma að Kirkjubóli í Langadal. Nafn Eggerts tengist líklega heldur AM Dipl. Isl. Fasc. VI, 16 sem tengist Kirkjubóli.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (292 mm x 370 mm x 10 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Svalbarði 4. janúar 1403.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

 • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM Dipl. Isl. Fasc. VI,11
 • Efnisorð
 • Fornbréf
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
 1. Kaupbréf.

Lýsigögn