Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. V,1

Jarðabréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðabréf.
Upphaf

Þeim góðum mönnum sem þetta bréf sjá eður heyra senda Einar Daðason og Helgi Jónsson leikmenn kveðju guðs og sína, kunnigt gerandi …

Niðurlag

… Og til sanninda hér um settum vér fyrr nefndir menn [vor innsigli] fyrir þetta bréf, skrifað á Þingeyrum á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 382, bl. 454. Kaupmannahöfn 1893

Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 99. Bréf nr. 84. København 1963.

Athugasemd

Sölvi prestur Brandsson fær Brandi syni sínum alla jörðina Svertingsstaði með hálfum Steinstöðum í fjórðungsgjöf og aðrar löggjafir og lýsir því að hann hafi fengið Brandi jörðina Reyki í Hrútafirði upp í fjóra tigi hundraða (DI III:454).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (101-106 mm x 225-232 mm).
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca. 72-75 mm x 170-192 mm.
 • Línufjöldi er 15.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari. Mögulega Einar Þorvarðsson..

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með hönd frá 17. öld: „vm suertings stadi“ og ártalið „1391“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Þingeyrum árið 1391.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

 • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM Dipl. Isl. Fasc. V,1
 • Efnisorð
 • Fornbréf
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar
 • Athugasemdir
 • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
 1. Jarðabréf.

Lýsigögn