„Það gjörum vér, Hjalti Lýtingsson, Jón Þorleifsson …“
„… bréf er skrifað var í Hrauni í Dýrafirði sjálfa Símonsmessu þá liðið var frá guðs burð M CCC og níu tigir ára.“
Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 375, bl. 447. Kaupmannahöfn 1896
Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 96. Bréf nr. 82. København 1963.
Á meðfylgjandi athugasemd Árna Magnússonar segir að bréfið sé falsbréf ritað á uppskafning.
Óþekktur skrifari. Falsarinn er sá sami og ritaði AM Dipl. Isl. VI.8.
Á síðu 1v er ritað með hendi Eggerts Hannessonar: "breff vmm landmerki aa Mille gnu(p)s og aluidru og gerdhammra j dyrafirdi".
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 20 mm).
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Samkvæmt Stefáni Karlssyni (Islandske originaldiplomer bls. xxviii) er bréfið ritað á 16. öld en í texta þess er því haldið fram að það sé ritað 28. október 1390 í Dýrafirði.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.