„Vér, bróðir Jón, meður Guðs náð, biskup á Hólum …“
„…in profesto beati valentini Martiris. Anno domini m° ccc° lxxx° vi°.“
Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 335, bl. 390. Kaupmannahöfn 1893
Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 84. Bréf nr. 70. København 1963.
Jón biskup skalli gefur vegna Hóla og Hvammskirkju með samþykki og ráði séra Einars officialis [Hafliðasonar] Birni bónda Brynjólfssyni kvittan um tilkall hans til reka undir Björgum, enda sór Björn að hann hefði eigi hafið tilkallið til þess að draga eignir undan heilagri kirkju (Íslenzkt fornbréfasafn III:335).
Hendi er sennilega sama og í Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 89. Bréf nr. 74. København 1963..
Á blaði 1v er ritað ártalið 1386.
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Hólum 23. apríl 1386.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.