„Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Ásgrímur prestur Guðbjartsson, Jörundur djákni Eiríksson, Bjarni Þórðarson …“
„… In festo sancti Johannis Holensis episcopi, avarit, anno domini m° ccc° lxxx° v°. “
Íslenzkt fornbréfasafn III. nr. 275, bl. 331; nr. 278, bl. 335; nr. 299, bl. 350; nr. 328, bl. 384-385. Kaupmannahöfn 1893
Islandske originaldiplomer indtil 1450. s. 77-79. Bréf nr. 66. København 1963.
Ásgrímr prestr Guðbjartsson og tveir menn aðrir transskríbera þrjú jarðakaupabréf Möðruvallaklaustrs (Íslenzkt fornbréfasafn III:384). Arngeir prestr Jónsson selr Auðuni ráðsmanni á Möðruvöllum fyrir hönd klaustrsins Torfuvík og jörðina á Gunnarstöðum fyrir lausafé, en með því skilyrði að hann eigi forkaupsrétt að hvorutveggja ef klaustrið láti aptr falt.(Íslenzkt fornbréfasafn III:331) Arngeir prestr Jónsson selr klaustrinu á Möðruvöllum jörðina Áland í Þistilfirði fyrir lausafé (Íslenzkt fornbréfasafn III:335). Arnór prestr Jónsson selr með samþykki klaustrsins á Möðruvöllum séra Arngeiri Jónssyni jörðina Áland í þistilfirði, er hann áðr hafði selt klaustrinu, en klaustrið skilr nú rekana frá (Íslenzkt fornbréfasafn III:350).
Óþekktur skrifari.
Á blaði 1v er skrifað með hendi frá ca. 1600: "Vmm gunnarstad[i] ok torfu vijk †". Ártalið 1358 er ritað með yngri hendi.
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Möðruvöllum, Hörgárdal 23. apríl 1385.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.