„Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Jörundur …“
„… Hákonar, með guðs náð, Noregs og Svíaríkis konungs, degi síðar en fyrr segir.“
Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 228, bl. 273. Kaupmannahöfn 1893
Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 50. Bréf nr. 43. København 1963.
Þorsteinn lögmaður Eyjólfsson gefur Katli Grímssyni kvittan um ólöglega meðferð á peningum þeim, sem Ketill hafði gefið í vald og vernd Þorsteins, en Ketill handleggur honum allan reka á Rúteyjarströnd milli Hvalár og Dögurðardalsár (Íslenzkt fornbréfasafn III:273).
Óþekktur skrifari.
Í botni bréfsins er ritað „Joni“ með hendi frá 17. öld. Á blaði 1v er ritað „Hrut eyiar strandar reka“ + ártalið 1372, með hendi frá 16. öld.
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).
Það er einn innsiglisþvengur eftir, en ekkert innsigli.
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað í Hvammi á Vatnsnesi 29. janúar 1372.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.